Bóndinn er ljóðabálkur eftir norska prestinn og rithöfundinn Anders Hovden. Þar lýsir höfundur baráttu almúgafólks við að hafa í sig og á, glímunni við náttúruöflin, ekki síst sjóinn, og þjáningunni þegar sorgin kveður dyra.
Bóndinn í Bráðagerði er einstaklega skemmtileg saga þar sem ólík sjónarmið takast á. Hér er á ferðinni ein af þessum týndu perlum íslenskrar bókmenntasögu.
Bónorð Jóns er smásaga sem fengin er úr tímaritinu Ísafold í kringum aldamótin 1900. Sagan segir frá ástföngnum manni sem kemur til vinar síns í angist vegna þess að hann þorir ekki að biðja stúlkunnar.
Bókin Borgarmúr eftir Erlend Jónsson kom út árið 1989 og var fjórða ljóðabók höfundar. Inniheldur hún 32 ljóð og höfundur skiptir henni í þrjá kafla.
Þetta er skemmtileg saga um vinina Borgarmúsa og Sveitamúsa.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Sagan Borges í farteskinu birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Sagan Borgir eftir Jón Trausta segir frá séra Gísla Jónssyni, nýráðnum aðstoðarpresti í Grundarfirði. Honum lyndir ekki við yfirmann sinn, en er þó trúlofaður dóttur hans, og nú eru farnar að renna á hann tvær grímur um stöðu mála.
Smásagan Börn og gamalmenni kom fyrst út árið 1917.
Ivan Cankar (1876-1918) er af mörgum talinn fremsti rithöfundur Slóvena.
Björn Björnsson les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Sagan Brasilíufararnir naut geysilegra vinsælda er hún kom út.
Matthías skrifaði mikið á sínum 85 ára æviferli, samdi ljóð og leikrit og stundaði þýðingar. Hann stóð einnig í bréfaskiptum við vini og samtíðarmenn. Varðveittust mörg bréfanna og voru gefin út að honum látnum.
Matthías Jochumssson skrifaði fjölda bréfa um ævina og var mörgum safnað saman í bók sem gefin var út á síðustu öld. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni.
Matthías Jochumssson skrifaði fjölda bréfa um ævina og var mörgum safnað saman í bók sem gefin var út á síðustu öld. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni.
Matthías Jochumssson skrifaði fjölda bréfa um ævina og var mörgum safnað saman í bók sem gefin var út á síðustu öld. Matthías kom víða við í bréfum sínum, talaði tæpitungulaust um sín hugðarmál og lá ekki á skoðunum um menn og málefni.
Sagan Bréf til Louis birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Hér birtist úrval bréfa til Stephans G. Stephanssonar, eftir átta bréfritara: Helgu Jónsdóttur, eiginkonu skáldsins; Eggert Jóhannson; Jóhann Magnús Bjarnason; Hjört Leó; Skafta B. Brynjólfsson; Friðrik J. Bergmann; Guðmund Friðjónsson á Sandi og Þorstein Erlingsson.
Bókin Bréf til tveggja vina inniheldur eins og nafnið gefur til kynna sendibréf sem Magnús Stefánsson (Örn Arnarson) skrifaði vinum sínum. Bréfin eru stíluð af stakri snilld í gamansömum tón, rétt eins og mörg ljóða Magnúsar, en undir niðri býr gráglettin alvaran.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Brellni drengurinn er smásaga eftir danska snillinginn H. C. Andersen. Hér segir frá hnokkanum Amor sem getur valdið usla í lífi fólks.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Brennu-Njáls saga þarfnast engrar kynningar við. Flestir Íslendingar vita af henni og hvaða sess hún hefur í bókmenntum vorum.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Brest skrifaði hann u.þ.b. 1890. Hér fjallar höfundur um breyskleika mannfólksins og leggur til atlögu við tvískinnung í siðferðisdómum.
Jón Sveinsson les.
Breta sögur hinar fornu er með fyrstu þýðingum eða endursögnum á íslensku úr latínu. Er hún unnin upp úr riti Geoffreys frá Monmouth (ca. 1195-1155) sem mun hafa skrifað Breta sögur einhvern tíma á bilinu 1130-1140. Er íslenska útgáfan, sem m.a.
Brot úr ævisögu er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Brotna myndin er stutt jólasaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Sagan Brúin kom fyrst út í Eimreiðinni árið 1896. Hér segir frá bóndanum Sigvalda, dóttur hans Margréti og unga lækninum Sveini Sveinssyni sem fær vetursetu á bæ þeirra til að sinna sjúkum í sveitinni.
Brúðargjöfin eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1923.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Þessa sögu fengum við úr Sögusafni Ísafoldar 1893 og þrátt fyrir að þýðingin sé komin til ára sinna þá er hún bæði vel unnin og nútímaleg og ætti því ekki að trufla neinn. Sagan byggir á raunverulegum atburðum úr byltingasögu Ungverja gegn Austurríska heimsveldinu.
Bryddir skór er skemmtileg jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta, sem eins og flestar sögur hans gerist í sveit við lok 19. aldar. Er þetta rómantísk saga sem allir aldurshópar geta haft gaman af að hlusta á.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Brynjólfur biskup Sveinsson kom fyrst út árið 1882 og vakti þá verulega athygli. Höfundur sögunnar, Torfhildur Hólm var stórmerk kona og óhætt að segja að hún hafi rutt brautina fyrir kynsystur sínar.
Í þessari bók segir Dr. Aðalgeir Kristjánsson okkur sögu Brynjólfs Péturssonar sem var einn af stofnendum tímaritsins Fjölnis.