Vitnisburður hljóðritans segir frá því hvernig ný uppfinning leikur mikilvægt hlutverk við lausn morðmáls. Þessi uppfinning er hinn svokallaði hljóðriti, eða hljóðupptökutæki, sem er auðvitað hversdagslegt fyrirbæri í dag, en þótti á sínum tíma hið mesta undur.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Vitrun Karls ellefta er stutt dulræn saga eftir franska rithöfundinn Prosper Merimée sem var einn fremsti rithöfundur Frakka á nítjándu öld. Hann skrifaði í anda rómantíkur og var einn af fyrstu höfundunum sem tileinkuðu sér nóvellu-formið (sem er stutt skáldsaga eða löng smásaga).
Hin stórbrotna og sögulega skáldsaga Guðmundar Kambans Vítt sé ég land og fagurt kom fyrst út á íslensku í tveimur bindum árin 1945 og 1946. Áður hafði hún komið út í Danmörku árið 1936 og nefndist þá Jeg ser et stort skönt land. Hlaut höfundur mikið lof fyrir söguna.
Hin stórbrotna og sögulega skáldsaga Guðmundar Kambans Vítt sé ég land og fagurt kom fyrst út á íslensku í tveimur bindum árin 1945 og 1946. Áður hafði hún komið út í Danmörku árið 1936 og nefndist þá Jeg ser et stort skönt land. Hlaut höfundur mikið lof fyrir söguna.
Jónas bóndi og kona hans hafa með dugnaði náð að byggja upp bú sitt sem nú stendur vel. En skjótt skipast veður í lofti.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Þessi skemmtilega og áhugaverða smásaga birtist í tímaritinu Skinfaxa árið 1933. Þar segir frá nokkrum vinum sem sitja við arineld þegar vonskuveður er úti og spjalla saman.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Smásöguna Við sólhvörf skrifaði hann árið 1894.
Jón Sveinsson les.
Lárus víðförli fæddist í Húnavatnssýslu árið 1855. Nítján ára gamall steig hann á skipsfjöl og ferðaðist upp frá því víðar en flestir ef ekki allir Íslendingar á þeim tíma. Hann sigldi umhverfis hnöttinn og kom í fimm heimsálfur.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Viðburðasögur eru flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Hér má meðal annars finna sögur af biskupum, klaustrum og fornmönnum, ræningjasögur, morðsögur, afreksmannasögur og fleiri.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Þeim sem eru myrkfælnir er ekki ráðlagt að hlusta á þessa sögu seint um kvöld því hún er kynngimögnuð.
Vogar var fjórða ljóðabók Einars Benediktssonar (1864-1940) og kom út árið 1921.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Fornaldarsögur Norðurlanda eru flokkur sagna og ævintýra frá fornum tíma á Norðurlöndum. Þær voru líklega allar skráðar á Íslandi á 13. og 14. öld. Þar koma við sögu ýmsar sögulegar persónur, svo sem Ragnar loðbrók, Sigurður Fáfnisbani og Göngu-Hrólfur.
Sagan Völundarhús birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Völuspá er án efa eitt stórbrotnasta og merkasta kvæði okkar Íslendinga. Þetta sextíu og þriggja erinda kvæði stendur fremst í Konungsbók eddukvæða (frá um 1270) og er þá um leið inngangur að öllu safni eddukvæða.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Vonir hefur lengi verið talin ein af bestu sögum Einars.
Andrés Kristjánsson ritar hér ævifrásögn Hannesar Pálssonar frá Undirfelli. Hannes segir frá ætt sinni, uppvexti, skólavist og búskap; erjum og vinskap við ýmsa þjóðþekkta menn; framboðsmálum, blaðadeilum og samskiptum við framsóknarforkólfa; og fleira má nefna.
Vor er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Vordraumur er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.
Vorfölvi og haustgrænka er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson á Sandi.
Vorharðindi er smásaga eftir Jón Trausta, sem hét réttu nafni Guðmundur Magnússon.
Hallgrímur Indriðason les.
Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Hér segir frá Skúla Magnússyni fógeta.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Hér segir frá Jóni Eiríkssyni konferensráði.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Í bókinni Vormenn Íslands á 18. öldinni segir Bjarni Jónsson frá fimm merkismönnum sem settu mark sitt á sögu þjóðarinnar.
Þó að smásagnasafnið Vornætur á Elgsheiðum sé kannski ekki með þekktari verkum Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar hefur það að geyma margt af því besta sem hann skrifaði.
Hér eru á ferðinni minningar eða minningabrot læknisins Ingólfs Gíslasonar (1874-1951). Var bókin gefin út af Bókfellsútgáfunni árið 1950, ári áður en Ingólfur lést. Bókin skiptist í fjóra yfirkafla.
Wagners-hljómleikur er smásaga eftir Pulitzer verðlaunahöfundinn Willu Cather (1873-1947). Sagan kom fyrst út árið 1904 og var svo birt í smásagnasafninu The Troll Garden tveimur árum síðar.
Björn Björnsson les.