Ingólfur B. Kristjánsson les.
Vatnsdæla saga er ein af yngri Íslendingasögunum. Hún býr yfir miklum töfrum og hefur að geyma ótalmargt sem einkennir góða sögu.
Skáldsagan Vegur allra vega eftir Sigurð Róbertsson kom fyrst út árið 1949.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Veislan á Grund eftir Jón Trausta kom fyrst út árið 1915 og var í huga höfundar hluti þríleiks, en hver saga þess þríleiks sjálfstæð og óháð hinum. Í Veislunni á Grund er fjallað um atburði sem áttu sér raunverulega stað árið 1362.
Skipstjóri nokkur lendir í lífsháska á veiðum.
Rafn Haraldsson les.
Hér segir frá bónda nokkrum sem fær aldrei að sofa út á morgnana, því haninn hans vekur hann allt of snemma.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Velgengni er smásaga eftir danska rithöfundinn Jørgen Liljensøe.
Hér segir frá fótboltakappa sem finnst stöðu sinni innan liðsins ógnað þegar stjarna nýja leikmannsins tekur að rísa.
Sigurður Arent Jónsson les.
Þessi skemmtilega íslenska þjóðsaga segir frá bræðrum nokkrum sem bera nöfn með rentu.
Gunnar Hansson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Vémundur drottinskarl er rússnesk saga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá gamla prangaranum Vémundi sem flakkar um héruð. Fólk grunar hann um fjölkynngi, þjófnað og allt sem miður fer, svo þegar húsbruni kemur upp þykir augljóst hvern dæma skuli fyrir glæpinn.
Verksmiðjustúlkan er saga um ástir og örlög eftir Charles Garvice, sem var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur síns tíma.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Johanna Spyri var svissneskur höfundur barnasagna, þekktust fyrir söguna Heidi. Hún var fædd Johanna Louise Heusser í dreifbýlinu Hirzel í Sviss.
Verðlaunin er falleg jólasaga eftir Jóhannes Friðlaugsson. Ung systkin fá verkefni frá föður sínum og ef þau ná að standa sig munu þau fá eitthvað í verðlaun um jólin.
Þóra Hjartardóttir les.
Vesalingarnir (Les Misérables) er söguleg skáldsaga eftir Victor Hugo, einn þekktasta rithöfund Frakka fyrr og síðar. Hér segir meðal annars frá Jean Valjean sem setið hefur í fangelsi fyrir smávægilegt brot.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Vetrarblótið á Gaulum skrifaði hann u.þ.b. 1892.
Jón Sveinsson les.
Vetrarregn eftir Indriða G. Þorsteinsson er látlaus saga sem býr yfir miklum töfrum og þungri undiröldu. Þó svo að sagan eigi að gerast um miðja 20. öld á hún jafnvel við í dag. Frábær saga eftir meistara smásögunnar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Minningabrot þetta birtist í tímaritinu Ísafold árið 1889 og er höfundar ekki getið. En það kemur fram í brotinu að hann er danskur og ræðst sem apótekarasveinn í litlum bæ í Noregi. Er þetta skemmtileg frásögn og gefur okkur góða innsýn inn í lifnaðarætti í Noregi í upphafi 19.
Veðmála-Villi vinnur alltaf er barnasaga eftir ókunnan höfund.
Sigurður Arent Jónsson les.
Veðmálið er stutt en afar skemmtileg og smellin smásaga sem birtist í bók árið 1907 sem gefin var út af Prentsmiðju Ísafoldar og Hafnarfjarðar. Er höfundar ekki getið.
Fyrrverandi hermaðurinn Pétur Blood starfar sem læknir á Írlandi á ofanverðri 17. öld. Uppreisn er í gangi í Bretlandi sem hann vill ekkert með hafa. En þegar hann er fenginn til að gera að sárum uppreisnarmanna er hann handtekinn.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Skemmtileg saga sem fjallar um sjálfstæðishetju
Svisslendinga, Vilhjálm Tell.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Skáldsagan Villirósa eftir Kristofer Janson segir frá norskum innflytjendum í Ameríku á síðari hluta 19. aldar. Ekkill og ung dóttir hans setjast að í skógum Minnesota. Dóttirin vingast við indíána á svæðinu og lendir í ýmsum ævintýrum.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Villt um veganda er stórskemmtileg spennusaga eftir ókunnan höfund sem birtist fyrst í tímaritinu Ísafold 1889 og síðar í Lögbergi árið 1906. Hér segir frá málafærslumanni sem tekur að sér að verja ungan mann sem sakaður er um að hafa framið morð.
Hér segir frá tveimur vinum sem báðir eru þjófar. Annar heitir Pétur valsari en hinn kallast ,,sá vongóði".
Björn Björnsson les.
Nóvelettan Vinur minn, furstinn eftir Maxim Gorki kom fyrst út á íslensku árið 1934 í frábærri þýðingu Jóns Pálssonar frá Hlíð.
Vinurinn er saga um litla prinsessu og vinkonu hennar.
Sigurður Arent Jónsson les.
Vistaskipti er ein af hinum sígildu íslensku sveitasögum í anda raunsæis, þar sem áherslan er fyrst og fremst á lítilmagnanum og illum aðbúnaði hans.
Vísur Vatnsenda-Rósu hafa lifað lengi með þjóðinni og lifa enn góðu lífi, enda með hjartnæmustu ástarljóðum sem tungan hefur að geyma.
Höfundur fjallar oft um þá sem minna mega sín og erfiðleika þeirra. Í þessari sögu er það Gunna, fátæklingur í höfuðstaðnum, sem er nýlega látin. En fortíð Gunnu var í sveit þar sem hún upplifði ást og missi eins og svo margir og gerbreyttist líf hennar af þeim sökum.