Sagan Af Ströndum birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Aftanskin skrifaði hann árið 1914.
Hér segir frá Vestur-Íslendingi sem snýr aftur á heimahagana, eftir áratuga fjarveru, og hittir æskuástina sína á ný.
Jón Sveinsson les.
After Twenty Years er smásaga eftir O. Henry. Þeir Jimmy og Bob voru æskuvinir í New York-borg og þegar leiðir skildi gerðu þeir með sér samkomulag um að hittast aftur á tilteknum stað eftir tuttugu ár.
Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af afturgöngum, en þær eru einn af þremur flokkum draugasagna.
Agnes Grey, fyrsta skáldsaga Anne Brontë, kom fyrst út árið 1847 undir höfundarnafninu Acton Bell. Söguna byggði Anne að hluta til á eigin reynslu.
Í formála þessarar bókar skrifar höfundur: ,,Ágúst B. Jónsson, fyrrum bóndi á Hofi í Vatnsdal, er um margt eftirtektarverður maður, sem lærdómsríkt er að kynnast og njóta samfylgdar við um slóðir liðinna ára.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Trúin á álfa og huldufólk hefur fylgt íslensku þjóðinni öldum saman. Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar inniheldur fjölmargar sögur af álfum og samskiptum þeirra við mannfólkið.
Sjöfn Ólafsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Álfkona í barnsnauð er þjóðsaga úr safni Jóns Árnasonar.
Ólöf Rún Skúladóttir les.
Skáldsagan Alfred Dreyfus er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Frakklandi í kringum aldamótin 1900 og margir létu sig mikið varða. Hún kom fyrst út í Frakklandi árið 1905 og var þýdd yfir á íslensku það sama ár af þeim Hallgrími Jónssyni og Sigurði Jónssyni frá Álfhólum.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Alice's Adventures in Wonderland (eða Lísa í Undralandi á íslensku) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn og heimspekinginn Lewis Carroll. Sagan kom fyrst út árið 1865 og birtist hér í styttri útgáfu.
Þetta er stutt saga þar sem konungurinn Alkamar hinn örláti og hirðfíflið ræða um dýrmæta gjöf.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Þetta er skemmtilegt ævintýri þar sem segir frá landi sem á sér engin landamæri og er í raun ekki til. Íbúar þess heita Allir og Enginn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
„Allt fyrir Krist“ er kristileg saga eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Hér segir frá þremur systkinum og föður þeirra. Til árekstra kemur þegar einn sonurinn vill gerast trúboði í stað þess að fylgja boðum föður síns.
Smásagan Alltaf að tapa? eftir Einar H. Kvaran kom fyrst út í smásagnasafninu Sveitasögur, gamlar og nýjar árið 1923.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Almayer's Folly eftir Joseph Conrad var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér segir frá fátækum hollenskum kaupmanni að nafni Kaspar Almayer sem leitar að gulli á Borneó seint á 19. öld. Sagan kom fyrst út árið 1895.
Peter Dunn les á ensku.
Alþingi Íslendinga kom saman í fyrsta skipti á Þingvöllum árið 930. Þúsund árum síðar kom íslenska þjóðin saman á sama stað til að halda upp á 1000 ára afmæli alþingis. Jóhann Jónsson skáld segir hér frá sögu alþingis Íslendinga af þessu tilefni.
Smásagan “An Occurrence at Owl Creek Bridge" eftir bandaríska rithöfundinn Ambrose Bierce kom fyrst út í The San Francisco Examiner árið 1890 og svo ári síðar í smásagnasafninu Tales of Soldiers and Civilians.
An Outcast of the Islands eftir Joseph Conrad (1857-1924) er önnur skáldsaga höfundar og nokkurs konar undanfari þeirrar fyrstu, Almayer's Folly.
Anderson er saga í sjö köflum, nokkurs konar noveletta. Hún var fyrst gefin út árið 1913 í smásagnasafninu Frá ýmsum hliðum og vakti þá töluverða athygli. Fékk hún þann dóm frá einum gagnrýnanda að á henni sé ,,einkennilega mikið kast'', hvað sem það þýðir.
Í þessari áhugaverðu grein segir Jón Trausti frá hinum heimsfræga auðmanni og mannvini Andrew Carnegie.
Lesari er Jón Sveinsson.
Saga frá tímum Rómaveldis.
Lesari er Margrét Ingólfsdóttir.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Hin sígilda skáldsaga Anna Karenina eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy kom fyrst út á bók árið 1878 og er enn í dag talin eitt af bestu skáldverkum heimsbókmenntanna.
Anne of Avonlea eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er önnur skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nokkur ár eru nú liðin síðan Anne kom til Avonlea sem ellefu ára munaðarlaus stelpuhnáta.