Ritstjórinn mælir með:

Þýddar spennu- og ævintýrasögur

Sumar hlustunarpakki

Það er nú einu sinni svo þegar jafn mikið efni er boði og er hér á Hlusta.is að þá getur verið erfitt að finna það efni sem er skemmtilegast. Við fórum því fram á það við ritstjórann að hann veldi þær bækur sem honum þykja áhugaverðastar til að hlusta á í sumar. Þetta er niðurstaða hans fyrir þýddar spennu- og ævintýrasögur.

mínútur
310

Árið 1901 gaf Valdimar Ásmundsson ritstjóri út þýðingu sína á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker og kallaði hana Makt myrkranna. Útgáfan hafði að geyma upprunalegan formála Stokers sjálfs.

Árið 2014 uppgötvaði Hans de Roos að þýðing Valdimars var ólík hinni þekktu sögu af Drakúla. Í þýðingunni voru nýjar sögupersónur kynntar og söguþráðurinn töluvert breyttur. Þá var þýðingin styttri en sagan, mun beittari og erótískari og jafnvel enn meira spennandi. Hefur því verið haldið fram að Stoker hafi sent Valdimari aðra útgáfu af sögunni og telja margir fræðimenn og Drakúla-aðdáendur hér um leyndan fjársjóð að ræða. Já, það er ekki á hverjum degi að bókmenntasaga heimsins teygir sig með jafn áþreifanlegum hætti til Íslands.

Jón B. Guðlaugsson les.

mínútur
310

Árið 1901 gaf Valdimar Ásmundsson ritstjóri út þýðingu sína á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker og kallaði hana Makt myrkranna. Útgáfan hafði að geyma upprunalegan formála Stokers sjálfs.

Árið 2014 uppgötvaði Hans de Roos að þýðing Valdimars var ólík hinni þekktu sögu af Drakúla. Í þýðingunni voru nýjar sögupersónur kynntar og söguþráðurinn töluvert breyttur. Þá var þýðingin styttri en sagan, mun beittari og erótískari og jafnvel enn meira spennandi. Hefur því verið haldið fram að Stoker hafi sent Valdimari aðra útgáfu af sögunni og telja margir fræðimenn og Drakúla-aðdáendur hér um leyndan fjársjóð að ræða. Já, það er ekki á hverjum degi að bókmenntasaga heimsins teygir sig með jafn áþreifanlegum hætti til Íslands.

Jón B. Guðlaugsson les.

mínútur
487

Skáldsagan Milljónaævintýrið eftir G. B. McCutcheon kom fyrst út árið 1902 og eftir henni hafa verið gerðar kvikmyndir og leikrit.

Hér segir frá Montgomery Brewster, ungum manni sem erfir eina milljón dollara eftir afa sinn. Stuttu síðar deyr ríkur og sérvitur frændi hans einnig og í ljós kemur að hann hefur arfleitt Brewster að sjö milljónum dollara, en með skilyrði þó. Ef Brewster vill hljóta arfinn verður hann að eyða allri upphæðinni sem hann erfði eftir afa sinn innan eins árs, án þess að segja nokkrum frá ástæðunni, en það reynist ekki svo auðvelt.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
920

Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki. Margar sögulegar persónur koma fyrir í þessari sögu, enda tókst höfundur á hendur mikla rannsóknarvinnu fyrir skrif hennar.

Sagan kom fyrst út á bók árið 1896. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir henni.

Henryk Sienkiewicz hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1905.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
408

Skáldsagan Smaragða - Saga frá Miklagarði eftir August Niemann kom fyrst út í Stuttgart árið 1897. Við upphaf sögunnar er Hugh de Lucy, ungur maður af hertogaættum, af leggja af stað til Miklagarðs (Konstantínópel) þar sem hann á að taka við starfi aðstoðarmanns sendiherra Englands. Innan skamms er hann kominn í kynni við grunsamlega menn og dularfulla stúlku og ævintýrin rétt að byrja.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

mínútur
662

Skáldsagan Ljósvörðurinn eftir Maria Susanna Cummins heitir á frummálinu The Lamplighter. Sagan kom fyrst út árið 1854 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hér segir frá uppvexti munaðarlausu stúlkunnar Gertrude sem elst upp hjá ljósverðinum Trueman Flint.

Jóhannes Vigfússon þýddi.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
128

Þúsund og ein nótt er safn af sögum frá ýmsum höfundum og úr ýmsum ritum. Sögurnar eiga rætur að rekja til Arabíu, Indlands, Persíu, Egyptalands og Sýrlands meðal annars, allt frá fornöld til miðalda. Talið er að safnið sjálft megi rekja til 8. eða 9. aldar. Safnið er til í mörgum útgáfum en allar eiga þær það sameiginlegt að innihalda rammafrásögn um konunginn Sarjar og konu hans Sjerasade. Þekktustu sögurnar úr sagnasafninu eru sögurnar af Alí Baba, Aladdín og Sindbað sæfara. Sögurnar eru, eins og Íslendingasögurnar og kviður Hómers, hluti af sagnaarfi heimsins og ættu að vera hverjum manni hugleiknar og svo eru þær líka afar skemmtilegar. Í þessari fyrstu bók okkar er að finna innganginn sem leiðir okkur inn í þennan sagnaheim og sögukaflann sem ber yfirheitið Kaupmaðurinn og andinn.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

mínútur
265

Hákarl í kjölfarinu er bráðskemmtileg og spennandi sakamálasaga eftir hinn fræga rithöfund Jonas Lie, sem hér skrifar undir dulnefninu Max Mauser. Sagan gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Dularfull morð eru framin um borð í skipi á ferð milli Evrópu og Ameríku.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
265

Hákarl í kjölfarinu er bráðskemmtileg og spennandi sakamálasaga eftir hinn fræga rithöfund Jonas Lie, sem hér skrifar undir dulnefninu Max Mauser. Sagan gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Dularfull morð eru framin um borð í skipi á ferð milli Evrópu og Ameríku.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
1191

Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831.

Victor Hugo (1802-1885) er einn fremsti rithöfundur, skáld og leikskáld Frakka. Nafn hans er órjúfanlega tengt rómantísku stefnunni.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.