Ritstjórinn mælir með:

Þýddar sögulegar skáldsögur

Sumar hlustunarpakki

Það er nú einu sinni svo þegar jafn mikið efni er boði og er hér á Hlusta.is að þá getur verið erfitt að finna það efni sem er skemmtilegast. Við fórum því fram á það við ritstjórann að hann veldi þær bækur sem honum þykja áhugaverðastar til að hlusta á í sumar. Þetta er niðurstaða hans fyrir þýddar dramatískar skáldsögur.

mínútur
920

Quo vadis? er söguleg skáldsaga eftir Henryk Sienkiewicz. Sögusviðið er Róm í kringum árið 64 e.Kr., í valdatíð Nerós keisara. Hér segir frá ástum rómverska aðalsmannsins Markúsar Vinicíusar og Ligíu, ungrar kristinnar konungsdóttur af öðrum þjóðflokki. Margar sögulegar persónur koma fyrir í þessari sögu, enda tókst höfundur á hendur mikla rannsóknarvinnu fyrir skrif hennar.

Sagan kom fyrst út á bók árið 1896. Hún hefur verið þýdd á fjölda tungumála og margar kvikmyndir hafa verið gerðar eftir henni.

Henryk Sienkiewicz hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1905.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
408

Skáldsagan Smaragða - Saga frá Miklagarði eftir August Niemann kom fyrst út í Stuttgart árið 1897. Við upphaf sögunnar er Hugh de Lucy, ungur maður af hertogaættum, af leggja af stað til Miklagarðs (Konstantínópel) þar sem hann á að taka við starfi aðstoðarmanns sendiherra Englands. Innan skamms er hann kominn í kynni við grunsamlega menn og dularfulla stúlku og ævintýrin rétt að byrja.

Kristján Róbert Kristjánsson les.

mínútur
1191

Maríukirkjan í París (Notre Dame de Paris) er betur þekkt undir titlinum Hringjarinn í Notre Dame. Sagan kom fyrst út árið 1831.

Victor Hugo (1802-1885) er einn fremsti rithöfundur, skáld og leikskáld Frakka. Nafn hans er órjúfanlega tengt rómantísku stefnunni.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
508

Ramóna er söguleg skáldsaga eftir Helen Hunt Jackson (1830-1885). Sagan gerist í Bandaríkjunum og segir frá munaðarlausri stúlku af skoskum og indíánaættum. Sagan kom fyrst út árið 1884 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hún hefur fjórum sinnum verið kvikmynduð.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
395

Sagan Sjóræninginn (The Pirate) birtist fyrst í íslenskri þýðingu sem framhaldssaga í Nýjum kvöldvökum árið 1907. Kallaðist hún þá Víkingurinn. Þessi útgáfa byggir á þeirri útgáfu, en málfarið hefur verið lagað á stöku stað sbr. heiti sögunnar. Ekki er getið um þýðanda í gömlu útgáfunni, en hugsanlega hefur það verið Jónas Jónasson frá Hrafnagili, en hann þýddi töluvert fyrir Kvöldvökurnar. Ef einhver sem þetta les veit hver þýðandinn var þætti okkur vænt um að fá að vita það. Sjóræninginn er skemmtileg ævintýrasaga og inniheldur allt sem slíka sögu má prýða enda var Marryat meistarinn í þeirri bókmenntagrein. Það verður enginn svikinn af sögum Marryats.

Guðmundur Ingi Kristjánsson les.

mínútur
151

Sagan Róbinson Krúsó kom fyrst út árið 1719 og hét þá Life and strange surprising adventures of Robinson Crusoe. Hún varð strax mjög vinsæl og enn þann dag í dag yljar hún lesendum út um allan heim, enda sagan verið þýdd á ótal tungumál. Höfundur sögunnar Daniel Defoe fæddist árið 1660 á Englandi og starfaði fyrst og fremst sem rithöfundur og blaðamaður. Hann samdi ótal skáldverk, en frægust þeirra eru sagan af Róbinson Krúsó og sagan Moll Flanders sem kom út árið 1722. Talið er að Defoe hafi haft mikil áhrif á þróun ensku skáldsögunnar og margir telja hann fyrsta eiginlega skáldsagnahöfundinn.

Ingólfur B. Kristjánsson les.