Fyrrverandi hermaðurinn Pétur Blood starfar sem læknir á Írlandi á ofanverðri 17. öld. Uppreisn er í gangi í Bretlandi sem hann vill ekkert með hafa. En þegar hann er fenginn til að gera að sárum uppreisnarmanna er hann handtekinn.
Dætur útilegumannsins er áhugaverð en jafnframt óvenjuleg saga. Birtist hún árið 1911 í fyrsta árgangi tímaritsins Syrpu sem gefið var út í Winnipeg. Í inngangi sögunnar segir einhver, sem kallar sig Gamli Jón frá Íslandi, að hann hafi komist yfir söguna fyrir tilviljun.
Sagan Af Ströndum birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Hrunadans og heimaslóð er greinasafn eftir Matthías Johannessen og þar er að finna fyrirlestra sem hann hefur flutt við Háskóla Íslands og víðar við ýmis tækifæri; erindi um málefni sem hann hefur brennandi áhuga á.
The Ransom of Red Chief er hnyttin smásaga eftir bandaríska rithöfundinn O. Henry (1862-1910).
Tveir menn ákveða að ræna dreng nokkrum og krefjast lausnargjalds fyrir hann, en ekki fer allt samkvæmt áætlun.
Tori Faulder les á ensku.