Sagan Geimferð birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Ólafur Davíðsson er meðal okkar fremstu vísindamanna sem komu fram á íslenskt sjónarsvið við lok 19. aldar. Leið hans til mennta var löng og varð endasleppt eftir fimmtán ára nám í Kaupmannahöfn þar sem hugur hans hneigðist til víðtækari þekkingar en nám hans krafðist.
Sagan Mannlausa húsið gerist í Norður-Ameríku um aldamótin 1900. Hér segir frá leiksystkinunum Dick og Nancy sem óvænt fara að rannsaka mannlaust hús sem stendur á milli heimila þeirra.
The Story of an Hour er listilega skrifuð smásaga eftir bandaríska rithöfundinn Kate Chopin (1850-1904). Hér segir frá Louise Mallard sem fær fregnir af láti eiginmanns síns. Sagan veitir innsýn í líf og reynsluheim kvenna á árum áður og tekur fyrir þemu eins og frelsi og fjötra.
Hér á ferðinni annað bindið af fjórum í ritröðinni Menn og menntir siðskiptaaldarinnar á Íslandi og er þar fyrst og fremst verið að fjalla um þá biskupa Ögmund Pálsson og Gizur Einarsson. Er óhætt að segja að þetta sé lykilrit um þennan tíma og er umföllunin mjög ítarleg og góð.
Hér er á ferðinni stórskemmtileg og sérlega áhugaverð bók þar sem Jón Óskar tekst á við nýtt form endurminningasagna og hugleiðinga um lífið og tilveruna.
Sagan Millispil birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Þýðing Matthíasar Jochumssonar á ljóðaflokki Tegnérs kom fyrst út árið 1866 og átti stóran þátt í að auka hróður Matthíasar sem skálds. Var hann rétt rúmlega þrítugur þegar þýðingin birtist en áður hafði hann skrifað leikritið Útilegumennina (Skugga-Svein) (1865).
Sagan The Blockade Runners eftir hinn stórsnjalla og skemmtilega höfund Jules Verne, sem meðal annars skrifaði söguna Umhverfis jörðina á 80 dögum, hefur að geyma allt sem góða sögu þarf að prýða, bæði spennu og ævintýri.
Ástin sigrar er ástar- og örlagasaga eftir sænska rithöfundinn Marie Sophie Schwartz (1819-1894), en hún var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur Svíþjóðar, og þó víðar væri leitað, seint á 19. öld.
Í þessari bók segir Folke Bernadotte greifi frá samningaviðræðum sínum við háttsetta yfirmenn í þýska ríknu, þ.á.m. Heinrich Himmler, um frelsun fanga í útrýmingarbúðum nasista. Er þetta afar forvitnileg frásögn sem gefur okkur góða innsýn inn í átökin rétt fyrir endalok þeirra.
Sagan Í sólmánuði birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Sigmund Freud er líklega einn áhrifamesti vísindamaður 20. aldarinnar, ekki aðeins innan sálfræðinnar þaðan sem kenningar hans eru upprunnar, heldur fleiri fræðigreinum.
The Box with Broken Seals er spennandi njósnasaga eftir enska rithöfundinn E. Phillips Oppenheim (1887–1943). Sagan gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og kom fyrst út árið 1919.
Richard Kilmer les á ensku.
Gulleyjan eftir Robert Louis Stevenson hefur öðlast sess sem sígild ævintýrasaga um sjóræningja og falda fjársjóði, rituð á sama tíma og hvort tveggja mátti enn finna um heimsins höf. Sagan var fyrst gefin út árið 1882.