Pétur sjómaður er skáldsaga fyrir börn eftir danska landkönnuðinn, blaðamanninn og rithöfundinn Peter Freuchen.
Sagan kom fyrst út árið 1959 undir titlinum Hvalfangerne. Sverrir Haraldsson þýddi á íslensku.
Björn Friðrik Brynjólfsson les.
Doktor Vivanti er spennandi skáldsaga eftir breska rithöfundinn Sydney Horler.
Sagan Þurrkur birtist fyrst í Skírni árið 1905. Þetta er stutt saga um dauðann, þar sem við sögu koma búðarmaður í kauptúni, læknirinn á staðnum og fátækur bóndi í grenndinni.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Skáldsagan The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald er ein af þessum stórkostlegu skáldsögum sem eiga erindi til fólks á öllum tímum. Sagan gerist snemma á 20. öld og þykir lýsa af ótrúlegri næmni því hugarfari sem ríkti í Bandaríkjunum á þeim tíma.
Í bókinni List og lífsskoðun (1. bindi) er hlustanda veitt innsýn í skáldagáfu og sköpunarkraft Sigurðar Nordal á yngri árum og fram á fimmtugsaldur. Ævi og störf Sigurðar hafa einna helst tengst fræðimennsku á sviði íslenskrar og norrænnar bókmenntasögu.
Á vængjum morgunroðans er skáldsaga eftir Louis Tracy. Hér segir frá ungri stúlku, Iris Dean, sem siglir um Suður-Kínahaf á farþegaskipi föður síns. Skipið ferst þegar það lendir í miklum fellibyl og kemst hún ein af ásamt skipsþjóninum Jenks.
Sagan Það sefur í djúpinu birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Through the Looking Glass eftir Lewis Carroll er framhald sögunnar Alice's Adventures in Wonderland. Báðar eru þær á meðal þekktustu verka höfundar.
Njóla er heimspekirit um leit að tilgangi heimsins eftir Björn Gunnlaugsson sem kom fyrst út í Reykjavík árið 1882. Verkið er í bundnu máli, fræðiljóð eða fræðidrápa þar sem inntakið er náttúrufræði, heimspeki og guðfræði.
Skáldsagan Árni eftir Björnstjerne Björnsson er sveitasaga sem gerist í Noregi á seinni hluta nítjándu aldar þegar hafnar eru ferðir til Vesturheims. Hér segir fyrst frá foreldrum Árna og svo uppvaxtarárum hans fram á fullorðinsár.
Varabálkur er safn af heilræðavísum ortum af Sigurði Guðmundssyni (1795–1868) bónda á Heiði í Gönguskörðum. Vísurnar orti hann þegar hann var um sjötugt og fer þar sjaldnast troðnar slóðir eins og alþýðufólki er tamt, heldur byggir á eigin reynslu og þekkingu.
The Burglary er gamansöm smásaga eftir enska rithöfundinn Arnold Bennett (1867–1931). Hér segir frá virðulegum herramanni sem fær frægan listamann til að mála mynd af sér. Hann er þó ósáttur við útkomuna og grípur til óvenjulegra ráðstafana til þess að leysa málið.
Skáldsagan Þú ert hold af mínu holdi eftir Kristofer Janson segir frá tveimur bræðrum og stóru ástinni í lífi þeirra. Þetta er í raun harmsaga, fallega sögð og með mikilli samkennd með sögupersónum. Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu árið 1898.
Ævi Hallgríms Péturssonar og Saurbær á Hvalfjarðarströnd er heiti þessarar bókar sem gefin var út af Snæbirni Jónssyni bóksala og útgefanda árið 1934. Vigfús Jónsson tók saman. Bókin skiptist í tvo megin kafla.
Smásagnasafnið Sögur Breiðablika inniheldur tíu smásögur eftir ýmsa höfunda. Þar má nefna Henry Conti, Guy De Maupassant, Ian Maclaren og Alphonse Daudet. Efnistök sagnanna eru margvísleg, en allar fjalla þær um mannlega breytni og átök.