Einungis 1.490 kr. á mánuði

Þar sem sögurnar lifa..

Ein stærsta íslenska hljóðbókasíða landsins. Á annað þúsund íslenskar bækur að velja úr.

Theódór Friðriksson endurútgefinn á Hlusta.is

Lazy Loader Icon

Þessa dagana er Hlusta.is að bjóða upp á endurútgefið efni eftir rithöfundinn Theódór Friðriksson (1876–1948) í upplestri, en bækur hans hafa lengi verið illfáanlegar. Theódór var á sínum tíma afkastamikill rithöfundur og er  kannski helst kunnur fyrir ævisögu sína Í verum sem lýsir viðburðaríkri ævi höfundar og er jafnframt stórkostleg lýsing á lifnaðarháttum alþýðunnar og þeim erfiðleikum sem steðjuðu að þorra fólks á erfiðum tímum í sögu þjóðarinnar.

Þá mun Hlusta.is bjóða upp á allar helstu skáldsögur og smásögur sem Theódór ritaði, s.s. sögurnar Útlagar og Náttfara, smásagnasafnið Utan frá sjó og fleira.

Theódór fæddist 27. apríl árið 1876 í Flatey á Skjálfanda og ólst fyrstu árin upp í Flateyjardal; hann var stórmerkur rithöfundur og sver sig í ætt við aðra úrvals alþýðurithöfunda eins  og Bólu-Hjálmar, Torfhildi Hólm, Jón Trausta og Ólöfu frá Hlöðum.

Ungur gerðist Theódór sjómaður á opnum bátum og um tíma var  hann í hákarlalegum sem þótti mikil erfiðisvinna og stórhættuleg. Alla ævi bjó hann við afar kröpp kjör og þurfti að strita til að sjá fjölskyldu sinni farborða. Ef tekið er mið af því er með ólíkindum að hann skyldi hafa afrekað það yfirleitt að verða rithöfundur, hvað þá jafn góður og hann var. En það var með hann eins og marga aðra stórkostlega höfunda að þörfin fyrir að skrifa var sterkari en allt mótlætið.

Flestar bóka Theódórs eru samtímasögur þar sem Theódór lýsir því samfélagi sem hann lifir og hrærist í, sjómannslífinu og hokrinu til sveita. Og það sem skín alls staðar í gegn er þrautseigjan og mennskan. Hann ljær því fólki rödd í íslenskum bókmenntum sem ekki hafði átt þar neinn málsvara, eða eins og Stefán Einarsson segir í bókmenntasögu sinni um fyrstu bók Theódórs, Utan frá sjó (1908), þá er það eftirtektarvert að í þessum sögum stígur fiskimaðurinn í þorpinu fyrst fram á sjónarsvið skáldsögunnar og íslenskra bókmennta. Í síðustu sögu sinni, Náttfara, sem kom út að honum látnum sækir Theódór sér efnivið í landnámsöldina og segir sögu þeirra þriggja er eftir urðu þegar Garðar Svavarsson hafði hér vetursetu. Ætlaði Theódór í fyrstu að kalla  þá sögu Yrsu eftir ambáttinni sem varð eftir með Náttfara; en honum var ráðlagt frá því. Það er þó augljóst að ambáttin í sögunni á mesta samúð hans. Er sú saga öll trúverðug og áhugaverð, enda þekkti Theódór sögusviðið vel og hafði greinilega lagt djúpa hugsun í lífsbaráttu þessara fyrstu landnema Íslandssögunnar.

Hér má sjá hvenær fyrstu útgáfurnar birtast á Hlusta.is:

1. Í verum – 1. bindi  (31. des.)

2. Utan frá sjó (Níu smásögur) (7. jan.)

3. Útlagar (skáldsaga) (14. jan.)

4. Í verum – 2. bindi  (28. jan.)

5. Náttfari (skáldsaga) (18. feb.)

6. Í verum – 3. bindi  (25. feb.)

7. Í verum – 4. bindi  (1. apr.)

Nokkur dæmi um barnasögur og ævintýri

Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri
Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri
Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri
Lazy Loader Icon
Barnasögur og ævintýri

Nokkur dæmi um bókmenntir á ensku

Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
Frances Hodgson Burnett
Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
John Buchan
Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
P. G. Wodehouse
Lazy Loader Icon
Sögur á ensku
Charles Dickens

Nokkur dæmi um Íslendingasögur o.fl.

Lazy Loader Icon
Íslendingasögur o.fl.
ókunnur höfundur
Lazy Loader Icon
Þýddar smásögur
Lazy Loader Icon
Íslendingasögur o.fl.
Íslendingasögur
Lazy Loader Icon
Þýddar smásögur

Nokkur dæmi um íslenskar skáldsögur

Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)
Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Matthías Johannessen
Lazy Loader Icon
Íslenskar skáldsögur
Guðrún Lárusdóttir

Nokkur dæmi um íslenskar smásögur

Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Jón Thoroddsen
Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Theódór Friðriksson
Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Sigurður Róbertsson
Lazy Loader Icon
Íslenskar smásögur
Sigurður Róbertsson