Í þessari stuttu en víðfeðmu bók Vilhjálms Hjálmarssonar á Brekku finnur hlustandinn bókstaflega fyrir þeim sterku böndum sem höfundur tengist æskuslóðum sínum í Mjóafirði.
Frændi Konráðs, föðurbróðir minn: Ævisaga Hermanns Vilhjálmssonar frá Brekku. Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra segir hér ævisögu föðurbróður síns, Hermanns Vilhjálmssonar frá Mjóafirði.
Mjófirðingur, alþingismaður, menntamálaráðherra og bóndi. Þetta er nærri lagi uppröðun þeirra hlutverka sem Vilhjálmur Hjálmarsson gegndi á langri starfsævi, sem ávallt leiddi hann aftur heim í Mjóafjörð.