Skáldsagan Far from the Madding Crowd eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928) er ein af þekktustu og bestu ástarsögum heimsbókmenntanna. Hún var fjórða skáldsaga höfundar og sú fyrsta eftir hann til að njóta mikillar velgengni.
Fyrsta greifafrúin í Wessex er smásaga eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928). Einar H. Kvaran þýddi.
Björn Björnsson les.
Jude the Obscure var síðasta skáldsagan sem Thomas Hardy lauk við, en hún byrjaði sem framhaldssaga í tímariti í desember 1894. Hér segir frá unga manninum Jude Fawley sem kominn er af verkafólki en dreymir um að verða menntamaður.
Konan hans Petricks óðalsbónda er smásaga eftir breska snillinginn Thomas Hardy (1840-1928).
Guðmundur Finnbogason þýddi.
Björn Björnsson les.
Sagan Tess of the d'Urbervilles: A Pure Woman Faithfully Presented eftir Thomas Hardy kom fyrst út árið 1891 og er talin með mikilvægari verkum heimsbókmenntanna.
Adrian Praetzellis les á ensku.
The Mayor of Casterbridge er harmræn örlagasaga eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy (1840-1928). Sagan kom fyrst út árið 1886 og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.
Wessex Tales er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy. Fyrst komu út fimm sögur undir þessum titli árið 1888, en fyrir endurprentun árið 1896 var einni sögu bætt við og er það sú útgáfa sem hér birtist.