,,Frá upphafi hafa Íslendingar borið útþrána í brjósti í ríkum mæli,'' eins og segir í inngangi þessarar bókar. Einn þeirra manna sem útþráin greip var Sveinbjörn Egilsson.
Ljóðmæli Sveinbjarnar Egilssonar eru ekki mikil að vöxtum og mundu ein og sér ekki skipa honum stóran sess í bókmenntasögu okkar Íslendinga, enda voru þau einungis brot af öllu því sem þessi andans risi sýslaði um ævina.
Sveinbjörn Egilsson (1791-1852) þekkja margir og þá kannski helst fyrir þýðingar hans á kviðum Hómers og margar kunnar lausavísur sem hann orti.