Borgin hló var fyrsta ljóðabók Matthíasar og kom út 1959.
Í bókinni er komið víða við og „stórum“ viðfangsefnum gerð skil, s.s. bernskunni, ástinni, dauðanum, stríði og friði.
Hólmgönguljóð nefnist önnur ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1960.
Jörð úr ægi nefnist þriðja ljóðabók Matthíasar og kom hún út árið 1961. Þó svo að stíll og umgjörð ljóðanna svipi til fyrri bóka hans, sækir Matthías sér myndmál fyrir þessi ljóð í aðrar áttir. Hafi t.a.m.
Ljóð Matthíasar eru frjáls að formi til, full af ríku myndmáli og bókmenntalegum vísunum. Samtíminn er honum gjarnan nálægur og skáldið ber á borð fyrir lesandann sína persónulega sýn og þau hughrif sem veruleikinn færir honum. Sýn skáldsins er oft draumkennd og fegurðin og rómantíkin aldrei la
Vísur Vatnsenda-Rósu hafa lifað lengi með þjóðinni og lifa enn góðu lífi, enda með hjartnæmustu ástarljóðum sem tungan hefur að geyma.
Vogar var fjórða ljóðabók Einars Benediktssonar (1864-1940) og kom út árið 1921.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Völuspá er án efa eitt stórbrotnasta og merkasta kvæði okkar Íslendinga. Þetta sextíu og þriggja erinda kvæði stendur fremst í Konungsbók eddukvæða (frá um 1270) og er þá um leið inngangur að öllu safni eddukvæða.
Ljóðabókin Ættjarðarljóð á atómöld eftir Matthías Johannessen kom fyrst út árið 1999.
Matthías Johannessen sjálfur les ljóðin.
Ljóðaflokkurinn „Þú hlustar Vör“ eftir Huldu samanstendur af 9 ljóðabálkum, ásamt inngangs- og lokaljóði. Ljóðabálkarnir eru mislangir en eiga allir það sameiginlegt að hefjast á inngangsljóði.
Þó svo að Þorsteinn hafi ort mikið frá unga aldri var það fyrst árið 1897 að ljóð hans voru birt á bók. Var það fyrir tilverknað Odds Björnssonar á Akureyri, en bókin fékk nafnið Þyrnar.