Ljóðaflokkurinn Axel eftir Esaias Tegnér kom út í íslenskri þýðingu Steingríms Thorsteinssonar árið 1857, en upprunaleg útgáfa Tegnérs kom út í Lundi árið 1822.
Jón Magnússon (1896-1944) fæddist í Fossakoti í Borgarfirði. Tvítugur fluttist hann til Reykjavíkur, lærði beykisiðn og stundaði hana þangað til hann eignaðist húsgagnaverslun sem hann rak þar til skömmu fyrir dauða sinn.
Bláskógar II er önnur bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg hans bestu ljóð eins og Bjössi litli á Bjargi, Haustvindar og ljóðabálkinn Bifröst.
Bláskógar III er þriðja bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar sem alls taldi fjórar bækur. Í því er að finna mörg góð ljóð eins og Vígvelli, Völu og Gömlu hjónin í kotinu. Jón orti oftast hefðbundið en þó bregður hann út af því á nokkrum stöðum hér.
Bláskógar IV er fjórða og síðasta bókin í ljóðasafni Jóns Magnússonar. Í því er að finna tvö skemmtileg og áhugaverð söguljóð. Hið fyrra nefnist Björn á Reyðarfelli og hið síðara Páll í Svínadal.
Bóndinn er ljóðabálkur eftir norska prestinn og rithöfundinn Anders Hovden. Þar lýsir höfundur baráttu almúgafólks við að hafa í sig og á, glímunni við náttúruöflin, ekki síst sjóinn, og þjáningunni þegar sorgin kveður dyra.
Bókin Borgarmúr eftir Erlend Jónsson kom út árið 1989 og var fjórða ljóðabók höfundar. Inniheldur hún 32 ljóð og höfundur skiptir henni í þrjá kafla.
Ljóðabókin Er nokkur í kórónafötum hér inni? sem kom út árið 1980 var fyrsta ljóðabók Einars Más Guðmundssonar og jafnframt fyrsta bók hans.
Valgarður Egilsson flytur okkur sögu í formi þulu, sögu af för sinni með ferjunni upp á Skaga. Farþeginn horfir til allra átta og hugmyndaflugið er óhamið. Þulurnar eru eins konar frásöguljóð með breytilegri hrynjandi og hafa yfir sér ævintýralegan blæ.
Höfundur les.
Þýðing Matthíasar Jochumssonar á ljóðaflokki Tegnérs kom fyrst út árið 1866 og átti stóran þátt í að auka hróður Matthíasar sem skálds. Var hann rétt rúmlega þrítugur þegar þýðingin birtist en áður hafði hann skrifað leikritið Útilegumennina (Skugga-Svein) (1865).
Hafblik kom út árið 1906 og var önnur frumsamda ljóðabók Einars. Áður hafði komið út eftir hann Sögur og kvæði árið 1897 og þýðing Einars á leikriti Henrik Ibsens Pétri Gaut árið 1901.
Eitt fegursta trúarljóð að fornu er án alls efa Heyr himna smiður eftir Kolbein Tumason í Víðimýri. Kolbeinn var uppi á 12. og 13. öld og þótti mestur höfðingi í Skagafirði. Sagt er að hann hafi ort ljóðið þann 8. september 1208, daginn fyrir andlát sitt.
Hrannir var þriðja ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1913, en þá voru liðin sjö ár frá útkomu bókarinnar Hafbliks (1906).
Það hefur stundum verið sagt að skáldin séu samviska stjórnmálamannanna, og að listin sé oft á tíðum vegvísir inn í framtíðina. Það á svo sannarlega við með ljóðabálk Matthíasar Johannessen, Hrunadansinn.
Hvammar var síðasta ljóðabók Einars Benediktssonar og kom út árið 1930.
Hallgrímur Helgi Helgason les.