Aðfangadagskvöldið er falleg jólasaga eftir H. Petersen. Hér segir frá fátækri 10 ára stúlku sem reynir með öllum ráðum að útvega fjölskyldu sinni peninga á aðfangadagskvöld. Hjálpin kemur úr óvæntri átt, og sá sem hjálpina veitir fær einnig óvænta jólagjöf.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Brotna myndin er stutt jólasaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Bryddir skór er skemmtileg jólasaga eftir ritsnillinginn Jón Trausta, sem eins og flestar sögur hans gerist í sveit við lok 19. aldar. Er þetta rómantísk saga sem allir aldurshópar geta haft gaman af að hlusta á.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sagan Englarnir hennar Dagnýjar gömlu hlaut fyrstu verðlaun í jólasögusamkeppni á vegum Skólavefsins og Hvellur.com árið 2007.
Margrét Ingófsdóttir les.
Sagan Feginsdagur er frá 19. öld, en hún er þýdd af Pétri Péturssyni biskupi og birtist í smásagnasafni hans. Ekki er þar getið um höfund hennar.
Gamla biblían er hugljúf jólasaga eftir ókunnan höfund.
Þóra Hjartardóttir les.
Gjafir vitringanna (The Gift of the Magi) er sígild jólasaga eftir hinn þekkta bandaríska smásagnahöfund O. Henry, sem hét réttu nafni William Sydney Porter (1862-1910). Sagan var fyrst gefin út árið 1905.
Góður vilji eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) er falleg jólasaga um fátæka saumastúlku sem langar til að gleðja einhvern um jólin.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Hetjan er hugljúf saga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá ungum dreng sem þarf að takast á við ýmsar áskoranir og sýnir mikinn andlegan styrk og hetjudáð þegar skólafélagar hans taka hann fyrir og gera allt til að niðurlægja hann.
Þóra Hjartardóttir les.
Hin heimilislega og notalega saga Hljóðskraf yfir arninum eftir Charles Dickens heitir á frummálinu The Cricket on the Hearth og kom fyrst út árið 1845.
Sagan Hrói kemur til bjargar hlaut önnur verðlaun í jólasögusamkeppni á vegum Skólavefsins og Hvellur.com árið 2007.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Hér er á ferðinni forn helgisaga um það hvernig það vildi til að grenitréð var valið sem jólatré.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Hvíta skipið er stutt jólasaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Hér segir frá ungum dreng sem langar óskaplega mikið að fá leikfangaskip í jólagjöf.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.