The Monster er nóvella eftir bandaríska rithöfundinn Stephen Crane (1871–1900). Sagan kom fyrst út árið 1898 og gerist í smábæ í New York fylki. Hér segir frá Henry Johnson, manni af afrískum uppruna, sem vinnur hjá lækni bæjarins.
Sagan The Mystery of a Hansom Cab eftir Fergus Hume varð metsölubók þegar hún kom fyrst út í Ástralíu, Bretlandi og Bandaríkjunum undir lok 19. aldar. Þetta er spennandi sakamálasaga sem gerist í Melbourne í Ástralíu.
The Mystery of the Hasty Arrow er þrettánda og síðasta sagan um Ebenezer Gryce spæjara. Anna Katharine Green var frumkvöðull á sviði sakamálsagna.
Sagan The Old Curiosity Shop eftir Charles Dickens kom fyrst út í vikublaði Dickens, Master Humphrey's Clock, á árunum 1840-1841, og svo á bók árið 1841.
The Old Nurse's Story er draugasaga eftir Elizabeth Gaskell.
Skáldsagan The Old Wives' Tale eftir enska rithöfundinn Arnold Bennett kom fyrst út árið 1908 og er eitt af þekktustu verkum höfundar. Hér segir frá lífi tveggja ólíkra systra, Constance og Sophia Baines, frá æsku til elliára.
The Open Boat er smásaga eftir bandaríska rithöfundinn Stephen Crane (1871–1900). Sagan kom fyrst út árið 1897 og er byggð á eigin reynslu höfundar. Það sama ár hafði Crane verið farþegi á skipi á leið til Kúbu þegar skipið fórst.
Sagan um óperudrauginn eftir Gaston Leroux heitir á frummálinu Le Fantôme de l'Opéra og kom fyrst út á árunum 1909-1910.
Hún er hér í enskri þýðingu Alexander Teixeiros de Mattos.
Skáldsagan The Picture of Dorian Gray eftir Oscar Wilde birtist fyrst í tímaritinu Lippincott's Monthly Magazine árið 1890, og var svo gefin út á bók árið eftir.
The Poisoned Pen eftir Arthur B. Reeve er önnur bókin í röðinni um „vísindalega rannsóknarlögreglumanninn“ Craig Kennedy og blaðamanninn Walter Jameson, félaga hans. Kennedy er háskólaprófessor í efnafræði á daginn, en á kvöldin rannsakar hann dularfull sakamál í New York borg.
Skáldsagan The Portrait of a Lady eftir Henry James kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritum á árunum 1880–81 og svo á bók árið 1881. Hún er talin með bestu og vinsælustu skáldsögum höfundar.
Skáldsagan The Prince and the Pauper (í íslenskri þýðingu: Prinsinn og betlarinn) eftir Mark Twain, eða Samuel Langhorn Clemens eins og hann hét réttu nafni, kom fyrst út árið 1881 í Kanada og ári síðar í Bandaríkjunum. Var hún fyrsta sögulega skáldsaga höfundar.
The Prussian Officer and Other Stories er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og skáldið D. H. Lawrence (1885-1930). Safnið kom fyrst út árið 1914.
Skáldsagan The Rainbow eftir D. H. Lawrence kom fyrst út árið 1915. Hér segir frá lífi og ástum þriggja kynslóða hinnar ensku Brangwen-fjölskyldu, frá miðri nítjándu öld og fram á þá tuttugustu, og leit þeirra að lífsfyllingu innan takmarka samfélags þess tíma.
The Ransom of Red Chief er hnyttin smásaga eftir bandaríska rithöfundinn O. Henry (1862-1910).
Tveir menn ákveða að ræna dreng nokkrum og krefjast lausnargjalds fyrir hann, en ekki fer allt samkvæmt áætlun.
Tori Faulder les á ensku.