The Invisible Man er stutt vísindaskáldsaga (nóvella) eftir breska rithöfundinn H. G. Wells. Hún kom fyrst út árið 1897. Dularfullan mann ber að garði í þorpi nokkru. Hann er fáskiptinn og undarlegur í útliti, og fer ekki út úr herbergi sínu nema í myrkri.
The Island of Doctor Moreau er vísindaskáldsaga frá árinu 1896 eftir enska rithöfundinn H. G. Wells. Textinn er frásögn skipsbrotsmanns að nafni Edward Prendick, sem bjargað er um borð í bát og hann svo skilinn eftir á eyju nokkurri.
Sagan The Land that Time Forgot er fantasíuskáldsaga og fyrsta bókin í Caspak-trílógíu höfundar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Ralph Snelson.
The Last Leaf er skemmtileg smásaga eftir bandaríska rithöfundinn O. Henry (1862-1910), en hann var þekktur fyrir leiftrandi kímni, orðaleiki og sniðugar fléttur í smásögum sínum.
Marian Brown les á ensku.
Sakamálasagan The Leavenworth Case: A Lawyer's Story kom fyrst út árið 1878 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Sagan varð strax metsölubók og hafði mikil áhrif á þróun sakamálasagna, enda kom hún út níu árum áður en fyrsta sagan um Sherlock Holmes leit dagsins ljós.
Washington Irving (1783-1859) var bandarískur rithöfundur, ævisagnaritari, sagnfræðingur og diplómati. Hann var einnig fyrsti bandaríski metsöluhöfundurinn á alþjóðavettvangi.
The Legend of Sleepy Hollow er þekktasta verk hans, ásamt smásögunni Rip Van Winkle.
The Lone Star Ranger eftir Zane Grey er vestri af bestu gerð. Hér segir frá útlaganum Buck Duane, átökum hans við laganna verði og viðleitni til að hreinsa mannorð sitt.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
The Lost World er ævintýraleg vísindaskáldsaga eftir breska rithöfundinn Arthur Conan Doyle, höfund sagnanna um Sherlock Holmes og Dr Watson. Sagan kom fyrst út árið 1912 og er fyrsta sagan um prófessor Challenger.
The Man in the Iron Mask er söguleg skáldsaga sem gerist í Frakklandi á 17. öld. Skytturnar þrjár koma til hjálpar ungum manni, tvíburabróður konungsins, sem haldið er föngnum með járngrímu fyrir andlitinu.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
Skáldsagan The Mark of Zorro eftir bandaríska rithöfundinn Johnston McCulley gerist í Kaliforníu við upphaf 19. aldarinnar, þegar landsvæðið tilheyrði ennþá Mexíkó.
The Master of Ballantrae: A Winter's Tale er skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Í aðalatriðum fjallar sagan um átök tveggja bræðra og fjölskyldu þeirra sem sundrast við Jacobite-uppreisnina í Skotlandi árið 1745.
The Matchmaker er smásaga eftir breska rithöfundinn Saki (Hector Hugh Munro), en hann er hvað þekktastur fyrir hnyttnar sögur þar sem hann hæðist að bresku samfélagi og menningu við upphaf 20. aldarinnar.
The Mayor of Casterbridge er harmræn örlagasaga eftir enska rithöfundinn Thomas Hardy (1840-1928). Sagan kom fyrst út árið 1886 og hefur nokkrum sinnum verið kvikmynduð.
The Memoirs of Sherlock Holmes (1893) er safn smásagna um hinn snjalla spæjara Sherlock Holmes og Watson lækni, félaga hans. Doyle hafði ákveðið að þetta yrðu síðustu sögur hans um þá félaga og skyldi Holmes því láta lífið í síðustu sögunni, The Final Problem.
Sagan The Metamorphosis eftir Franz Kafka kom fyrst út árið 1915 og telst með merkari bókmenntaverkum 20. aldarinnar.