The Chestermarke Instinct er sakamálasaga eftir J. S. Fletcher.
The Children of the New Forest er söguleg skáldsaga fyrir börn eftir Frederick Marryat. Sagan gerist um miðja 17. öld þegar borgarastyrjöld geisaði á Englandi. Hér segir frá fjórum systkinum sem missa foreldra sína í eldsvoða í stríðinu.
The Chimes: A Goblin Story of Some Bells that Rang an Old Year Out and a New Year In er stutt skáldsaga eftir Charles Dickens.
The Cop and the Anthem eftir O. Henry er ein af þekktustu smásögum höfundar. Flækingurinn Soapy leggur sig allan fram við tilraunir til að fá gistingu í fangaklefa og komast þannig inn úr vetrarkuldanum. Við skulum heyra hvernig fer.
The Count of Monte Cristo (Le Comte de Monte-Cristo) er sígild ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Alexandre Dumas. Sagan er þekktasta verk höfundar ásamt sögunum um skytturnar þrjár. Sögusviðið er Frakkland, Ítalía og eyjar í Miðjarðarhafinu á tímabilinu 1815–1839.
The Cricket on the Hearth er jólasaga eftir Charles Dickens. Sagan kom fyrst út árið 1845. Hér koma margar litríkar persónur við sögu.
Smásagan The Curious Case of Benjamin Button eftir F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922. Hér segir frá Benjamin Button sem við fæðingu lítur út eins og sjötugur maður og virðist eftir það eldast aftur á bak.
Sagan The Dead er síðasta og lengsta sagan smásagnasafninu Dubliners eftir James Joyce, sem kom fyrst út árið 1914.
Elizabeth Klett les á ensku.
The Death of Ivan Ilyich er nóvella eftir Leo Tolstoy. Hér segir frá hæstaréttardómara í Rússlandi 19. aldarinnar og baráttu hans við banvænan sjúkdóm. Sagan kom fyrst út árið 1886 og er af mörgum talin meistaraverk.
Laurie Anne Walden les á ensku.
The Elusive Pimpernel er söguleg skáldsaga og sú fjórða í röðinni um „Rauðu akurliljuna“, Sir Percy Blakely, sem lifir tvöföldu lífi.
Sakamálasagan The Forsaken Inn kom fyrst út árið 1890. Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie.
Smásagan The Garden Lodge kom fyrst út í smásagnasafninu The Troll Garden árið 1905.
Willa Cather (1873-1947) var hvað þekktust fyrir sögur sínar af landnemum á sléttunum miklu í Bandaríkjunum. Hún hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1922.
The Gift of the Magi er falleg jólasaga eftir O. Henry. Hér segir frá hjónunum Dellu og Jim sem langar mikið til að gefa hvort öðru góða jólagjöf. En ýmislegt fer á annan veg en ætlað var.
Þessi saga er lesin á ensku.
Roy Schreiber les.
Skáldsagan The Great Gatsby eftir F. Scott Fitzgerald er ein af þessum stórkostlegu skáldsögum sem eiga erindi til fólks á öllum tímum. Sagan gerist snemma á 20. öld og þykir lýsa af ótrúlegri næmni því hugarfari sem ríkti í Bandaríkjunum á þeim tíma.
Spennusagan The Great Impersonation eftir enska rithöfundinn Edward Phillips Oppenheim kom fyrst út árið 1920. Á hún að gerast á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.