The Borough Treasurer er sakamálsaga eftir J. S. Fletcher. Hér segir frá tveimur mönnum, Mallalieu og Cotherstone, sem njóta velgengni í Highmarket og hafa jafnvel verið kosnir til að gegna þar virðulegum embættum.
The Box with Broken Seals er spennandi njósnasaga eftir enska rithöfundinn E. Phillips Oppenheim (1887–1943). Sagan gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og kom fyrst út árið 1919.
Richard Kilmer les á ensku.
The Brothers Karamazov er síðasta skáldsaga rússneska rithöfundarins Fyodor Dostoyevsky, en hann lést tæpum fjórum mánuðum eftir að hún kom út. Sagan er almennt talin með helstu stórvirkjum heimsbókmenntanna.
The Caballero's Way er ein af þekktustu sögum bandaríska rithöfundarins O. Henry. Hér segir frá útlaganum the Cisco Kid, sem átti eftir að verða fræg persóna í kvikmyndum og sjónvarpi fyrir ævintýramennsku. Í þessari sögu - þeirri einu sem O.
Skáldsagan The Call of the Wild er stutt ævintýrasaga eftir bandaríska rithöfundinn Jack London (1876–1916). Sagan kom fyrst út árið 1903 og gerist á Yukon-svæðinu í Kanada á tímum gullæðisins undir lok 19. aldar, en þá var mikil eftirspurn eftir góðum sleðahundum.
The Canterville Ghost var ein fyrsta saga Oscars Wilde til að koma út á prenti. Hún hefur verið geysilega vinsæl og fjöldi kvikmynda, leiksýninga og sjónvarpsefnis hefur verið byggður á henni.
The Chestermarke Instinct er sakamálasaga eftir J. S. Fletcher.
The Chimes: A Goblin Story of Some Bells that Rang an Old Year Out and a New Year In er stutt skáldsaga eftir Charles Dickens.
The Cop and the Anthem eftir O. Henry er ein af þekktustu smásögum höfundar. Flækingurinn Soapy leggur sig allan fram við tilraunir til að fá gistingu í fangaklefa og komast þannig inn úr vetrarkuldanum. Við skulum heyra hvernig fer.
The Cricket on the Hearth er jólasaga eftir Charles Dickens. Sagan kom fyrst út árið 1845. Hér koma margar litríkar persónur við sögu.
Smásagan The Curious Case of Benjamin Button eftir F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922. Hér segir frá Benjamin Button sem við fæðingu lítur út eins og sjötugur maður og virðist eftir það eldast aftur á bak.
Sagan The Dead er síðasta og lengsta sagan smásagnasafninu Dubliners eftir James Joyce, sem kom fyrst út árið 1914.
Elizabeth Klett les á ensku.
The Death of Ivan Ilyich er nóvella eftir Leo Tolstoy. Hér segir frá hæstaréttardómara í Rússlandi 19. aldarinnar og baráttu hans við banvænan sjúkdóm. Sagan kom fyrst út árið 1886 og er af mörgum talin meistaraverk.
Laurie Anne Walden les á ensku.
Sakamálasagan The Forsaken Inn kom fyrst út árið 1890. Höfundurinn, Anna Katharine Green, var frumkvöðull á sviði sakamálsagna. Sögur hennar þóttu mjög góðar og í hópi aðdáenda hennar voru þekktir höfundar eins og Arthur Conan Doyle, Mary Roberts Rineheart og Agatha Christie.
Smásagan The Garden Lodge kom fyrst út í smásagnasafninu The Troll Garden árið 1905.
Willa Cather (1873-1947) var hvað þekktust fyrir sögur sínar af landnemum á sléttunum miklu í Bandaríkjunum. Hún hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1922.