Skáldsagan Riders of the Purple Sage er vestri, eða kúrekasaga, eftir Zane Grey. Sagan kom fyrst út árið 1912 og gegndi lykilhlutverki í því að móta þá bókmenntagrein sem vestrinn er. Hún er enn í dag ein vinsælasta skáldsaga sinnar tegundar.
Right Ho, Jeeves eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse er önnur skáldsaga höfundar í fullri lengd um þá félaga Jeeves og Wooster.
Scarhaven Keep er spennandi sakamálasaga eftir J. S. Fletcher. Í norðurhluta Englands hverfur leikstjórinn Bassett Oliver á dularfullan hátt. Ungur rithöfundur hefur leit að honum, ásamt öðrum manni, og þeir rekja slóð hans til Scarhaven, þar sem síðast sást til hans.
Sagan Sense and Sensibility var fyrsta útgefna verk Jane Austen og kom út árið 1811. Hér segir frá lífi og ástum hinna ólíku systra Elinor og Marianne Dashwood.
Elizabeth Klett les á ensku.
Siddhartha: An Indian Tale eftir Hermann Hesse kom fyrst út á þýsku árið 1922 og svo í enskri þýðingu í Bandaríkjunum árið 1951. Hér segir frá piltinum Siddhartha og leit hans að sjálfsþekkingu og andlegri uppljómun.
Silas Marner var þriðja skáldsaga George Eliot og kom út árið 1861.
Skáldsagan Sons and Lovers eftir D. H. Lawrence hlaut misjafnar móttökur og hneykslaði marga er hún kom fyrst út árið 1913, en er í dag talin eitt af bestu og áhrifamestu skáldverkum 20. aldarinnar.
Sagan Tess of the d'Urbervilles: A Pure Woman Faithfully Presented eftir Thomas Hardy kom fyrst út árið 1891 og er talin með mikilvægari verkum heimsbókmenntanna.
Adrian Praetzellis les á ensku.
Hin sígilda skáldsaga The Adventures of Huckleberry Finn eftir Mark Twain er almennt talin með fremstu skáldsögum bandarískra bókmennta. Hún er beint framhald skáldsögunnar The Adventures of Tom Sawyer og kom fyrst út árið 1884.
Mark F. Smith les á ensku.
The Adventures of Sherlock Holmes er safn fyrstu tólf smásagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sögurnar voru fyrst birtar í Strand Magazine á árunum 1891-1892.
Sögurnar eru lesnar á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
Edith Wharton (1862-1937) hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna The Age of Innocence árið 1921, fyrst kvenna.
The Amateur Cracksman er safn smásagna um iðjulausa herramanninn A. J. Raffles sem var um leið bíræfinn innbrotsþjófur. Hornung skrifaði fjölda smásagna um Raffles og auk þess eina skáldsögu í fullri lengd.
The Angel of Terror er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.
The Art of War er rit um hernað og stríðsrekstur, eignað kínverska herforingjanum Sun Tzu. Það er eitt áhrifamesta rit kínverskra bókmennta og jafnframt eitt áhrifamesta rit sinnar tegundar. Ritið var samið einhvern tíma á bilinu 6.-4. öld f.Kr.
Lesturinn er á ensku.
The Avenger er spennusaga eftir E. Phillips Oppenheim.