Skáldsagan Sons and Lovers eftir D. H. Lawrence hlaut misjafnar móttökur og hneykslaði marga er hún kom fyrst út árið 1913, en er í dag talin eitt af bestu og áhrifamestu skáldverkum 20. aldarinnar.
Sagan Tess of the d'Urbervilles: A Pure Woman Faithfully Presented eftir Thomas Hardy kom fyrst út árið 1891 og er talin með mikilvægari verkum heimsbókmenntanna.
Adrian Praetzellis les á ensku.
Hin sígilda skáldsaga The Adventures of Huckleberry Finn eftir Mark Twain er almennt talin með fremstu skáldsögum bandarískra bókmennta. Hún er beint framhald skáldsögunnar The Adventures of Tom Sawyer og kom fyrst út árið 1884.
Mark F. Smith les á ensku.
The Adventures of Sherlock Holmes er safn fyrstu tólf smásagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sögurnar voru fyrst birtar í Strand Magazine á árunum 1891-1892.
Sögurnar eru lesnar á ensku.
Lesari er Mark F. Smith.
Edith Wharton (1862-1937) hlaut Pulitzer-verðlaunin fyrir skáldsöguna The Age of Innocence árið 1921, fyrst kvenna.
The Amateur Cracksman er safn smásagna um iðjulausa herramanninn A. J. Raffles sem var um leið bíræfinn innbrotsþjófur. Hornung skrifaði fjölda smásagna um Raffles og auk þess eina skáldsögu í fullri lengd.
The Angel of Terror er spennandi glæpasaga eftir enska rithöfundinn Edgar Wallace (1875-1932), en hann var einn afkastamesti rithöfundur 20. aldarinnar.
The Art of War er rit um hernað og stríðsrekstur, eignað kínverska herforingjanum Sun Tzu. Það er eitt áhrifamesta rit kínverskra bókmennta og jafnframt eitt áhrifamesta rit sinnar tegundar. Ritið var samið einhvern tíma á bilinu 6.-4. öld f.Kr.
Lesturinn er á ensku.
The Avenger er spennusaga eftir E. Phillips Oppenheim.
Sagan The Awakening eftir Kate Chopin kom fyrst út árið 1899 og er af mörgum talin eitt af lykilverkum upphafstíma femínismans.
Sagan The Beautiful and Damned eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald kom fyrst út árið 1922 og er önnur skáldsaga höfundar. Sagan er af mörgum talin byggð á sambandi Fitzgeralds við eiginkonu sína, Zeldu.
The Bet eða Veðmálið er smásaga eftir Anton Chekhov. Hér segir frá bankastarfsmanni og ungum lögfræðingi sem veðja sín á milli um það hvort dauðarefsing sé betri eða verri en lífstíðarfangelsi. Sagan kom fyrst út árið 1889.
The Black Arrow: A Tale of the Two Roses er söguleg skáldsaga eftir skoska rithöfundinn Robert Louis Stevenson. Þessi ævintýrasaga gerist á tímum Hinriks VI. og Rósastríðanna (The War of the Roses) sem geisuðu á Englandi upp úr miðri 15.
Sagan The Blockade Runners eftir hinn stórsnjalla og skemmtilega höfund Jules Verne, sem meðal annars skrifaði söguna Umhverfis jörðina á 80 dögum, hefur að geyma allt sem góða sögu þarf að prýða, bæði spennu og ævintýri.
The Boar-Pig er hnyttin smásaga eftir breska rithöfundinn Saki (1870-1916), en hann hét réttu nafni Hectur Hugh Munro.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Peter Yearsley.