Northanger Abbey var fyrsta skáldsagan sem Jane Austen lauk við, en hún var þó ekki gefin út fyrr en 1817, að höfundinum látnum.
Þessi saga er lesin á ensku.
Elizabeth Klett les.
Skáldsagan O Pioneers! segir frá sænskum innflytjendum í Nebraska-fylki í Bandaríkjunum í kringum aldamótin 1900. Alexandra Bergson erfir býlið eftir föður sinn og streitist við að halda búskapnum gangandi á tímum þegar aðrar innflytjendafjölskyldur gefast upp og yfirgefa slétturnar.
Oliver Twist, eða The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin.
Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mil Nicholson.
Sagan Persuasion var síðasta fullkláraða skáldsaga Jane Austen.
Skáldsagan Pollyanna eftir bandaríska rithöfundinn Eleanor H. Porter kom fyrst út árið 1913 og er ein af hinum sígildu og ástsælu sögum barnabókmenntanna.
Sagan Pride and Prejudice eftir Jane Austen er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. (Í íslenskri þýðingu ber hún titilinn Hroki og hleypidómar.)
Skáldsagan Rainbow Valley eftir Lucy Maud Montgomery kom fyrst út árið 1919 og er sjöunda bókin í bókaröðinni um Önnu frá Grænuhlíð (Anne of Green Gables), en sú fimmta í útgáfuröð.
Ravensdene Court er spennusaga eftir enska rithöfundinn og blaðamanninn Joseph Smith Fletcher (1863-1935), en hann var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.
Vísindaskáldsagan Rebels of the Red Planet kom fyrst út árið 1961. Sögusviðið er plánetan Mars.
Right Ho, Jeeves eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse er önnur skáldsaga höfundar í fullri lengd um þá félaga Jeeves og Wooster.
Scarhaven Keep er spennandi sakamálasaga eftir J. S. Fletcher. Í norðurhluta Englands hverfur leikstjórinn Bassett Oliver á dularfullan hátt. Ungur rithöfundur hefur leit að honum, ásamt öðrum manni, og þeir rekja slóð hans til Scarhaven, þar sem síðast sást til hans.
Sagan Sense and Sensibility var fyrsta útgefna verk Jane Austen og kom út árið 1811. Hér segir frá lífi og ástum hinna ólíku systra Elinor og Marianne Dashwood.
Elizabeth Klett les á ensku.
Siddhartha: An Indian Tale eftir Hermann Hesse kom fyrst út á þýsku árið 1922 og svo í enskri þýðingu í Bandaríkjunum árið 1951. Hér segir frá piltinum Siddhartha og leit hans að sjálfsþekkingu og andlegri uppljómun.
Silas Marner var þriðja skáldsaga George Eliot og kom út árið 1861.