Mary Barton: A Tale of Manchester Life eftir Elizabeth Gaskell kom fyrst út árið 1848 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Sögusviðið er Manchester á árunum 1839-1842. Hér segir frá tveimur verkamannafjölskyldum, lífi þeirra og örlögum.
Skáldsagan Middlemarch, A Study of Provincial Life eftir George Eliot er á meðal þekktustu bókmenntaverka 19. aldarinnar. Höfundur fléttar saman sögum margra persóna og dregur upp raunsæja, en um leið kómíska, mynd af rótgrónu samfélagi sem sér fram á óvelkomnar breytingar.
Moby Dick var fimmta skáldsaga Hermans Melville og kom út árið 1851. Bókin vakti þá litla athygli og meðan Melville lifði seldist hún ekki nema í um 3200 eintökum.
Mr. Standfast er þriðja skáldsagan Buchans þar sem ævintýramaðurinn Richard Hannay er í aðalhlutverki, en áður komu sögunar The Thirty-Nine Steps og Greenmantle. Sagan kom fyrst út árið 1919 og gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
My Man Jeeves er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975).
Hin þekkta saga The Life and Adventures of Nicholas Nickleby eftir hinn óviðjafnanlega Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1838-1839 og var þriðja skáldsaga höfundar.
Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters.
Northanger Abbey var fyrsta skáldsagan sem Jane Austen lauk við, en hún var þó ekki gefin út fyrr en 1817, að höfundinum látnum.
Þessi saga er lesin á ensku.
Elizabeth Klett les.
Skáldsagan Nostromo: A Tale of the Seaboard eftir Joseph Conrad gerist í námubæ í ímyndaða lýðveldinu Costaguana í Suður-Ameríku. Sagan kom fyrst út árið 1904 og er af mörgum talin með bestu skáldverkum 20. aldarinnar.
Skáldsagan O Pioneers! segir frá sænskum innflytjendum í Nebraska-fylki í Bandaríkjunum í kringum aldamótin 1900. Alexandra Bergson erfir býlið eftir föður sinn og streitist við að halda búskapnum gangandi á tímum þegar aðrar innflytjendafjölskyldur gefast upp og yfirgefa slétturnar.
Oliver Twist, eða The Parish Boy's Progress, er önnur skáldsaga Dickens og kom fyrst út á prenti á árunum 1837-1839. Hér segir frá munaðarlausa drengnum Oliver Twist sem strýkur til London og kemst þar í kynni við hóp ungra vasaþjófa og leiðtoga þeirra, glæpamanninn Fagin.
Sagan Our Mutual Friend er síðasta skáldsagan sem Charles Dickens lauk við, skrifuð á árunum 1864-65.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Mil Nicholson.
Sagan Persuasion var síðasta fullkláraða skáldsaga Jane Austen.
Skáldsagan Pollyanna eftir bandaríska rithöfundinn Eleanor H. Porter kom fyrst út árið 1913 og er ein af hinum sígildu og ástsælu sögum barnabókmenntanna.
Sagan Pride and Prejudice eftir Jane Austen er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. (Í íslenskri þýðingu ber hún titilinn Hroki og hleypidómar.)