Rudyard Kipling fæddist árið 1865 í Bombay á Indlandi, sem þá var bresk nýlenda. Meðal þekktustu verka hans eru The Jungle Book og Just So Stories. Kipling hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1907.
Lady Audley's Secret eftir Mary Elizabeth Braddon er þekktasta og vinsælasta skáldsaga höfundar.
Sagan Life in the Iron Mills markaði tímamót í bandarískri bókmenntasögu sem eitt fyrsta verk raunsæisbókmennta.
Sagan birtist fyrst á prenti árið 1861.
Skáldsagan Little Dorrit eftir breska rithöfundinn Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1855-1857. Dickens gagnrýnir hér ýmsa þætti bresks samfélags á þeim tíma, svo sem skrifræði, stéttaskiptingu og hin svokölluðu skuldafangelsi, en faðir hans sat í einu slíku um tíma.
Lord Jim eftir Joseph Conrad kom fyrst út á árunum 1899-1900. Hér segir frá ungum sjómanni sem yfirgefur skip í sjávarháska, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, þrátt fyrir að skipið sé fullt af farþegum.
Love Among the Chickens er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975), höfund sagnanna um Bertie Wooster og Jeeves. Sagan kom fyrst út á bók árið 1906 og svo í endurskrifaðri útgáfu 1921.
Jane Austen hóf að skrifa söguna Mansfield Park árið 1811, en hún kom út á bók árið 1814.
The Life and Adventures of Martin Chuzzlewit (eða Martin Chuzzlewit) er kómísk skáldsaga eftir Charles Dickens. Söguhetjan, Martin Chuzzlewit, hefur alist upp hjá ríkum afa sínum.
Mary Barton: A Tale of Manchester Life eftir Elizabeth Gaskell kom fyrst út árið 1848 og var fyrsta skáldsaga höfundar. Sögusviðið er Manchester á árunum 1839-1842. Hér segir frá tveimur verkamannafjölskyldum, lífi þeirra og örlögum.
Skáldsagan Middlemarch, A Study of Provincial Life eftir George Eliot er á meðal þekktustu bókmenntaverka 19. aldarinnar. Höfundur fléttar saman sögum margra persóna og dregur upp raunsæja, en um leið kómíska, mynd af rótgrónu samfélagi sem sér fram á óvelkomnar breytingar.
Moby Dick var fimmta skáldsaga Hermans Melville og kom út árið 1851. Bókin vakti þá litla athygli og meðan Melville lifði seldist hún ekki nema í um 3200 eintökum.
Mr. Standfast er þriðja skáldsagan Buchans þar sem ævintýramaðurinn Richard Hannay er í aðalhlutverki, en áður komu sögunar The Thirty-Nine Steps og Greenmantle. Sagan kom fyrst út árið 1919 og gerist á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar.
My Man Jeeves er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975).
Hin þekkta saga The Life and Adventures of Nicholas Nickleby eftir hinn óviðjafnanlega Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1838-1839 og var þriðja skáldsaga höfundar.
Skáldsagan North and South er eitt þriggja þekktustu verka breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1965), ásamt skáldsögunum Cranford og Wives and Daughters.