Sagan Howards End eftir E.M. Forster kom fyrst út árið 1910 og er talin með betri bókmenntaverkum enskrar tungu. Hér segir frá þremur fjölskyldum á Englandi við upphaf 20. aldarinnar.
Elizabeth Klett les á ensku.
Huntingtower eftir skoska rithöfundinn John Buchan er fyrsta bókin af þremur um Dickson McCunn, miðaldra fyrrum kaupmann sem verður ólíkleg hetja. Sögusviðið er nálægt Carrick í suðvesturhluta Skotlands árið 1920 eða svo.
Indiscretions of Archie er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse. Sagan kom fyrst út árið 1921. Hér segir frá Englendingnum Archibald Moffam, góðviljuðum en vitgrönnum fyrrum hermanni, sem býr í New York og á einstaklega auðvelt með að koma sér í vandræði.
Jane Eyre eftir Charlotte Brontë er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga enskra bókmennta. Hún kom fyrst út árið 1847.
Elizabeth Klett les á ensku.
Jemina, the Mountain Girl er gamansöm smásaga eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald. Sagan kom út í smásagnasafninu Tales of the Jazz Age árið 1922.
Kyle Munley les á ensku.
Jude the Obscure var síðasta skáldsagan sem Thomas Hardy lauk við, en hún byrjaði sem framhaldssaga í tímariti í desember 1894. Hér segir frá unga manninum Jude Fawley sem kominn er af verkafólki en dreymir um að verða menntamaður.
Rudyard Kipling fæddist árið 1865 í Bombay á Indlandi, sem þá var bresk nýlenda. Meðal þekktustu verka hans eru The Jungle Book og Just So Stories. Kipling hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1907.
Lady Audley's Secret eftir Mary Elizabeth Braddon er þekktasta og vinsælasta skáldsaga höfundar.
Sagan Life in the Iron Mills markaði tímamót í bandarískri bókmenntasögu sem eitt fyrsta verk raunsæisbókmennta.
Sagan birtist fyrst á prenti árið 1861.
Skáldsagan Little Dorrit eftir breska rithöfundinn Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1855-1857. Dickens gagnrýnir hér ýmsa þætti bresks samfélags á þeim tíma, svo sem skrifræði, stéttaskiptingu og hin svokölluðu skuldafangelsi, en faðir hans sat í einu slíku um tíma.
Lord Jim eftir Joseph Conrad kom fyrst út á árunum 1899-1900. Hér segir frá ungum sjómanni sem yfirgefur skip í sjávarháska, ásamt öðrum áhafnarmeðlimum, þrátt fyrir að skipið sé fullt af farþegum.
Love Among the Chickens er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse (1881-1975), höfund sagnanna um Bertie Wooster og Jeeves. Sagan kom fyrst út á bók árið 1906 og svo í endurskrifaðri útgáfu 1921.
Love and Freindship er skáldsaga í formi bréfaskrifta eftir Jane Austen. Söguna skrifaði hún árið 1790, þá fjórtán ára gömul. Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að titillinn er rangt stafsettur og var það vísvitandi gert af hálfu höfundar.
Jane Austen hóf að skrifa söguna Mansfield Park árið 1811, en hún kom út á bók árið 1814.
The Life and Adventures of Martin Chuzzlewit (eða Martin Chuzzlewit) er kómísk skáldsaga eftir Charles Dickens. Söguhetjan, Martin Chuzzlewit, hefur alist upp hjá ríkum afa sínum.