Sagan Dracula sem rituð var af írska rithöfundinum Bram Stoker kom fyrst út árið 1897. Hún fjallar um vampíruna Drakúla greifa og tilraun hans til að flytja sig um set frá Transilvaníu til Englands að verða sér úti um nýtt blóð til að geta breitt út bölvun vampírunnar.
Dubliners er safn fimmtán smásagna eftir írska rithöfundinn James Joyce (1882-1941). Sögurnar komu fyrst út árið 1914 og voru skrifaðar meðan barátta Íra fyrir sjálfstæði stóð sem hæst.
Tadhg Hynes les á ensku.
Sagan Emma eftir Jane Austen er á meðal þekktustu bókmennta enskrar tungu og kom fyrst út árið 1815.
Skáldsagan Far from the Madding Crowd eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928) er ein af þekktustu og bestu ástarsögum heimsbókmenntanna. Hún var fjórða skáldsaga höfundar og sú fyrsta eftir hann til að njóta mikillar velgengni.
Frankenstein, or The Modern Prometheus eftir Mary Shelley kom fyrst út árið 1818 og markaði upphafið að nýrri tegund bókmennta.
Sagan var síðar gefin út með nokkrum breytingum, en hér er lesin sú útgáfa sem kom út árið 1818.
From A to Z er smásaga eftir Susan Glaspell. Hér segir frá ungri konu sem hefur nýlokið háskólanámi og tekur sín fyrstu skref í atvinnulífinu við útgáfu orðabókar. Sagan birtist fyrst í smásagnasafninu Lifted Masks sem kom út árið 1912.
Cori Samuel les á ensku.
Hin þekkta skáldsaga Great Expectations eftir Charles Dickens kom fyrst út á árunum 1860-1861. Hér segir frá viðburðaríkum uppvaxtarárum hins munaðarlausa Philip Pirrip, eða Pip, eins og hann er kallaður.
Mark F. Smith les á ensku.
Sagan Greenmantle eftir John Buchan er önnur sagan í ritröðinni um ævintýramannninn Richard Hannay. Var hún fyrst gefin út árið 1916 og kom í kjölfar skáldsögunnar The Thirty-Nine Steps sem einnig er að finna hér á Hlusta.is. Urðu sögurnar um Hannay allt í allt fimm talsins.
Hard Times er tíunda skáldsaga Charles Dickens. Hún er langstyst allra skáldsagna höfundar og sú eina sem ekki gerist að neinu leyti í London. Sögusviðið er þess í stað Coketown, ímyndaður iðnaðarbær í Norður-Englandi.
Heart of Darkness eftir Joseph Conrad er af mörgum talin með bestu skáldverkum enskrar tungu á tuttugustu öldinni. Sagan kom fyrst út árið 1899 og hefur verið þýdd yfir á fjölda tungumála. Hér segir frá Charles Marlow sem starfar við siglingar á Kongófljóti.
Sagan Howards End eftir E.M. Forster kom fyrst út árið 1910 og er talin með betri bókmenntaverkum enskrar tungu. Hér segir frá þremur fjölskyldum á Englandi við upphaf 20. aldarinnar.
Elizabeth Klett les á ensku.
Huntingtower eftir skoska rithöfundinn John Buchan er fyrsta bókin af þremur um Dickson McCunn, miðaldra fyrrum kaupmann sem verður ólíkleg hetja. Sögusviðið er nálægt Carrick í suðvesturhluta Skotlands árið 1920 eða svo.
Indiscretions of Archie er skáldsaga eftir enska rithöfundinn og húmoristann P. G. Wodehouse. Sagan kom fyrst út árið 1921. Hér segir frá Englendingnum Archibald Moffam, góðviljuðum en vitgrönnum fyrrum hermanni, sem býr í New York og á einstaklega auðvelt með að koma sér í vandræði.
Jane Eyre eftir Charlotte Brontë er ein þekktasta og vinsælasta skáldsaga enskra bókmennta. Hún kom fyrst út árið 1847.
Elizabeth Klett les á ensku.
Jemina, the Mountain Girl er gamansöm smásaga eftir bandaríska rithöfundinn F. Scott Fitzgerald. Sagan kom út í smásagnasafninu Tales of the Jazz Age árið 1922.
Kyle Munley les á ensku.