Wessex Tales er safn smásagna eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy. Fyrst komu út fimm sögur undir þessum titli árið 1888, en fyrir endurprentun árið 1896 var einni sögu bætt við og er það sú útgáfa sem hér birtist.
What Maisie Knew eftir Henry James kom fyrst út árið 1897. Hér segir frá Maisie, ungri dóttur ábyrgðarlausra foreldra.
Skáldsagan hlaut aðdáun margra fyrir tæknilega snilld höfundar og fyrir samfélagsádeiluna sem í sögunni felst.
Elizabeth Klett les á ensku.
Skáldsagan White Fang eftir Jack London (1876–1916) segir frá ævintýrum samnefnds úlfhunds við lok 19. aldarinnar, þegar gullæðið mikla geisaði í Kanada. Sagan er að miklu leyti sögð frá sjónarhorni úlfhundsins og lýsir því hvernig dýrin upplifa heiminn og sambúðina við mannfólkið.
Whose Body? er skemmtileg sakamálasaga eftir enska glæpasagnahöfundinn og skáldið Dorothy L. Sayers. Þetta er fyrsta sagan um aðalsmanninn og áhugaspæjarann Lord Peter Wimsey.
Wives and Daughters var síðasta skáldverk breska rithöfundarins Elizabeth Gaskell (1810-1865). Sagan var birt í tímaritinu Cornhill Magazine á árunum 1864-1866. Elizabeth Gaskell lést skyndilega áður en hún náði að ljúka við síðasta kafla sögunnar.
Skáldsagan Women in Love eftir D. H. Lawrence kom fyrst út árið 1920 og er framhald skáldsögunnar The Rainbow. Hér segir áfram af lífi og ástum systranna Gudrun og Ursula Brangwen.
Ruth Golding les á ensku.
Emily Brontë (1818-1848) var þekktust fyrir skáldsögu sína Wuthering Heights, sem kom út á íslensku undir titlinum Fýkur yfir hæðir. Söguna skrifaði hún undir dulnefninu Ellis Bell.