Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Þessi saga er lesin á ensku.
A Jury of Her Peers er smásaga eftir Susan Glaspell, lauslega byggð á raunverulegum atburði sem höfundurinn hafði fjallað um sem blaðamaður. Upphaflega var sagan skrifuð sem leikrit í einum þætti árið 1916 og bar þá titilinn Trifles.
A Little Princess er skáldsaga fyrir börn eftir Frances Hodgson Burnett sem einnig skrifaði The Secret Garden. Sagan kom fyrst út árið 1905 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan.
A Matter of System er skemmtileg jólasaga eftir Eleanor H. Porter, en hún var hvað þekktust fyrir sögurnar um Pollýönnu.
Cori Samuel les á ensku.
A Portrait of the Artist as a Young Man var fyrsta skáldsaga írska rithöfundarins James Joyce (1882-1941) og eitt af lykilverkum módernismans. Hér segir frá hinum unga Stephen Dedalus sem á ekki alveg samleið með því kaþólska og hefðbundna umhverfi sem hann elst upp í.
Skáldsagan vinsæla A Room with a View eftir E. M. Forster kom fyrst út árið 1908. Sögusviðið er Ítalía og England við upphaf 20. aldarinnar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Elizabeth Klett.
Í skáldsögunni A Study in Scarlet komu Sherlock Holmes og Dr. Watson fyrst fram á sjónarsviðið, en samtals skrifaði Conan Doyle fjórar skáldsögur og 56 smásögur um spæjarann snjalla. Sagan kom fyrst út árið 1887 í tímaritinu Beeton's Christmas Annual.
A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..."
After Twenty Years er smásaga eftir O. Henry. Þeir Jimmy og Bob voru æskuvinir í New York-borg og þegar leiðir skildi gerðu þeir með sér samkomulag um að hittast aftur á tilteknum stað eftir tuttugu ár.
Agnes Grey, fyrsta skáldsaga Anne Brontë, kom fyrst út árið 1847 undir höfundarnafninu Acton Bell. Söguna byggði Anne að hluta til á eigin reynslu.
Alice's Adventures in Wonderland (eða Lísa í Undralandi á íslensku) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn og heimspekinginn Lewis Carroll. Sagan kom fyrst út árið 1865 og birtist hér í styttri útgáfu.
Hin sígilda skáldsaga Anna Karenina eftir rússneska rithöfundinn Leo Tolstoy kom fyrst út á bók árið 1878 og er enn í dag talin eitt af bestu skáldverkum heimsbókmenntanna.
Anne of Avonlea eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er önnur skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Nokkur ár eru nú liðin síðan Anne kom til Avonlea sem ellefu ára munaðarlaus stelpuhnáta.
Anne of Green Gables eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fyrsta skáldsagan í röðinni um ævintýri munaðarlausu stúlkunnar Anne Shirley. Matthew og Marilla Cuthbert höfðu óskað eftir að ættleiða hljóðlátan dreng til að aðstoða þau við búverkin.
Anne of the Island eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er þriðja skáldsagan í röðinni um Anne Shirley. Anne yfirgefur nú Avonlea í bili og heldur til náms við Redmond College í Kingsport. Þar halda ævintýrin áfram.