Ein þekktasta jólasaga heimsbókmenntanna er án efa A Christmas Carol eftir Charles Dickens. Hér segir frá fúllynda nískupúkanum Ebenezer Scrooge og óvæntri heimsókn sem hann fær eina jólanótt sem á eftir að breyta lífi hans svo um munar.
Þessi saga er lesin á ensku.
A Jury of Her Peers er smásaga eftir Susan Glaspell, lauslega byggð á raunverulegum atburði sem höfundurinn hafði fjallað um sem blaðamaður. Upphaflega var sagan skrifuð sem leikrit í einum þætti árið 1916 og bar þá titilinn Trifles.
A Little Princess er skáldsaga fyrir börn eftir Frances Hodgson Burnett sem einnig skrifaði The Secret Garden. Sagan kom fyrst út árið 1905 og hefur notið mikilla vinsælda allar götur síðan.
A Matter of System er skemmtileg jólasaga eftir Eleanor H. Porter, en hún var hvað þekktust fyrir sögurnar um Pollýönnu.
Cori Samuel les á ensku.
Hin sígilda skáldsaga A Passage to India eftir enska rithöfundinn E. M. Forster gerist snemma á tuttugustu öldinni, þegar Indland var undir yfirráðum Breta og sjálfstæðisbarátta Indverja var hafin.
A Portrait of the Artist as a Young Man var fyrsta skáldsaga írska rithöfundarins James Joyce (1882-1941) og eitt af lykilverkum módernismans. Hér segir frá hinum unga Stephen Dedalus sem á ekki alveg samleið með því kaþólska og hefðbundna umhverfi sem hann elst upp í.
A Respectable Woman er smásaga eftir bandaríska rithöfundinn Kate Chopin (1850-1904). Sagan birtist fyrst á prenti árið 1894 í tímaritinu Vogue og svo í smásagnasafninu A Night in Acadie þremur árum síðar.
Lois Hill les á ensku.
A Retrieved Reformation eftir O. Henry er ein af þekktustu smásögum höfundar.
Skáldsagan vinsæla A Room with a View eftir E. M. Forster kom fyrst út árið 1908. Sögusviðið er Ítalía og England við upphaf 20. aldarinnar.
Þessi saga er lesin á ensku.
Lesari er Elizabeth Klett.
Í skáldsögunni A Study in Scarlet komu Sherlock Holmes og Dr. Watson fyrst fram á sjónarsviðið, en samtals skrifaði Conan Doyle fjórar skáldsögur og 56 smásögur um spæjarann snjalla. Sagan kom fyrst út árið 1887 í tímaritinu Beeton's Christmas Annual.
A Tale of Two Cities er söguleg skáldsaga eftir Charles Dickens. Sögusviðið er borgirnar London og París á tímum frönsku byltingarinnar. Margir kannast við upphafsorðin: "It was the best of times, it was the worst of times..."
After Twenty Years er smásaga eftir O. Henry. Þeir Jimmy og Bob voru æskuvinir í New York-borg og þegar leiðir skildi gerðu þeir með sér samkomulag um að hittast aftur á tilteknum stað eftir tuttugu ár.
Agnes Grey, fyrsta skáldsaga Anne Brontë, kom fyrst út árið 1847 undir höfundarnafninu Acton Bell. Söguna byggði Anne að hluta til á eigin reynslu.
Alice's Adventures in Wonderland (eða Lísa í Undralandi á íslensku) er skáldsaga eftir breska rithöfundinn og heimspekinginn Lewis Carroll. Sagan kom fyrst út árið 1865 og birtist hér í styttri útgáfu.
Almayer's Folly eftir Joseph Conrad var fyrsta skáldsaga höfundar. Hér segir frá fátækum hollenskum kaupmanni að nafni Kaspar Almayer sem leitar að gulli á Borneó seint á 19. öld. Sagan kom fyrst út árið 1895.
Peter Dunn les á ensku.