Smásagnasafnið Skrítnir náungar eftir Huldu kom út árið 1940 og samanstendur af tólf smásögum.
Skuldaskil er mjög áhugaverð og skemmtileg saga eftir Sigurð Róbertsson. Sagan gerist í litlu þorpi úti á landi og segir frá hjónum sem hafa búið lengi saman, en skyndilega deyr konan. Konan er lögð til hinstu hvílu og presturinn messar yfir henni.
Þórir Bergsson (Þorsteinn Jónsson, 1885-1970) var prestssonur, fæddur í Borgarfirði en uppalinn í Skagafirði. Fyrsta smásaga hans birtist í Skírni árið 1912 undir dulnefninu Þórir Bergsson, en fyrsta smásagnasafnið, Sögur, kom út árið 1939.
Snæfríðar þáttur - dægurfluga úr Örlygsdal segir frá sýslumannsdótturinni Snæfríði. Sagan hefst á skemmtiferð glaðværra ungmenna að Hvítafossi. Kraftar náttúrunnar hafa sín áhrif og tilfinningar vakna. Munu þær standast tímans tönn og vinna á mótstöðu eins og sjálfur fossinn?
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Sonarfórn er stutt jólasaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Þegar fjölskyldufaðirinn lendir í fangelsi rétt fyrir jól vill ungur sonur hans reyna allt hvað hann getur til að fá pabba sinn heim.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Sagan Sonur hamingjunnar lýsir raunum ungs rithöfundar.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Þrátt fyrir að Jón Trausti sé helst kunnur fyrir skáldsögur sínar eins og Höllu og Önnu frá Stóru-Borg, þá megum við ekki gleyma því að hann skrifaði einnig margar mjög góðar smásögur og þegar honum tókst best upp eru smásögur hans með því besta sem komið hefur út í þeirri grein
Sagan Steinbíturinn er áhugaverð saga þar sem við kynnumst sjómanninum Páli á Grundarfirði sem hefur viðurnefnið steinbítur.
,,Þegar Aðalsteinn var orðinn fertugur tók hann ævi sína til endurskoðunar. Hvað hafði orðið af árunum?'' Þannig hefst smásagan Stjórnmálanámskeið eftir Erlend Jónsson.
Stökkið er frábær smásaga eftir Þóri Bergsson. Þungamiðja sögunnar er spurningin: hvað er raunverulegt hugrekki?
Jón Trausta þekkja flestir af sögum hans um Höllu og heiðarbýlið og Önnu frá Stóruborg. Færri tengja hann við smásagnagerð, en það vill svo til að hann var og er enn einn besti smásagnahöfundur sem við Íslendingar höfum átt.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Sundnámskeið eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 1987 í smásagnasafninu Farseðlar til Argentínu.