Sagan Grasaferð kom út í síðasta árgangi Fjölnis árið 1847 tveimur árum eftir lát Jónasar. Er sagan á margan hátt tímamótaverk, en margir telja hana marka upphaf íslenskrar sagnagerðar á síðari tímum og að hún sé fyrsta listræna smásagan í íslenskum nútímabókmenntum.
Sagan Grát ástkæra fósturmold birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Á öræfunum er griðastaður fugla og dýra, þar til þangað leitar útilegumaður ásamt konu sinni, á flótta frá samfélagi manna. Hann heitir Eyvindur, hún Halla.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Í smásagnasafninu Gróðri skrifaði Elínborg Lárusdóttir rithöfundur um íslenskt samfélag af afbragðs innsæi og næmi. Lesendur hennar fá innsýn í líf og hagi fólks af fjölbreyttum stéttum.
Sagan Gullský eftir Einar Benediktsson er óvenjuleg saga, sem erfitt er að henda reiður á. Mætti kannski segja að hún sé einhvers konar ljóð í söguformi eða einhvers konar ljóðræn upplifun. Það mætti jafnvel segja hana súrrealíska.
Guð á þig samt er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Smásagan Guðrún gamla er stutt en hjartnæm saga sem segir frá ungum dreng sem ráðinn er eitt sumar til að sitja yfir ánum á bænum Hóli. Fyrsta daginn er honum fengin til fylgdar gömul kona til að setja hann inn í starfann.
Hallgrímur er dulræn saga eftir Einar Kvaran, en hann samdi nokkrar slíkar. Látið vera að hlusta á hana í myrkri ef þið eruð myrkfælin!
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Hestavinirnir er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Sagan Hjól heimsins birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Ingólfur B. Kristjánsson les.