Jón Trausti var einn vinsælasti rithöfundur Íslands á fyrstu áratugum 20. aldar, en hann lést fyrir aldur fram árið 1918. Sögur hans sem sprottnar eru úr íslenskum raunveruleika fundu sér samhljóm í hjörtum landsmanna. Það voru örlagasögur sem Íslendingar þekktu til af eigin raun.
Á skipsfjöl er smásaga eftir Guðmund Friðjónsson.
Sagan Á vegamótum fjallar um vald og ágreining þar sem trúmál koma við sögu. Presthjónin í sögunni greinir á um ákvörðun æðstu manna, sýslumanns og kaupmanna, um að losa sig við kennara nokkurn sem þeim er ekki að skapi. Sagan birtist fyrst í Skírni árið 1908.
Ábúðarréttur er smásaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Sagan Af Ströndum birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Aftanskin skrifaði hann árið 1914.
Hér segir frá Vestur-Íslendingi sem snýr aftur á heimahagana, eftir áratuga fjarveru, og hittir æskuástina sína á ný.
Jón Sveinsson les.
Þetta er stutt saga þar sem konungurinn Alkamar hinn örláti og hirðfíflið ræða um dýrmæta gjöf.
Margrét Ingólfsdóttir les.
Þetta er skemmtilegt ævintýri þar sem segir frá landi sem á sér engin landamæri og er í raun ekki til. Íbúar þess heita Allir og Enginn.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Smásagan Alltaf að tapa? eftir Einar H. Kvaran kom fyrst út í smásagnasafninu Sveitasögur, gamlar og nýjar árið 1923.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Fáir íslenskir höfundar hafa haft jafnmikið vald á smásagnaforminu og Indriði G. Þorsteinsson. Aprílsnjór er ein af hans áhugaverðustu sögum og þar koma fram hans bestu eiginleikar sem höfundar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ásta litla er smásaga eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938).
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Sagan Athvarf birtist fyrst í bók Matthíasar Hvíldarlaus ferð inní drauminn sem kom út árið 1995.
Atli er saga samnefndrar persónu úr Njáls sögu.
Hann var einn af þeim sem urðu fórnarlömb
í átökum þeirra Hallgerðar og Bergþóru.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ólöf frá Hlöðum var ein af fáum kvenskáldum sem gátu sér orðs á 19. öld. Ljóðakver kom fyrst út eftir hana árið 1888 og var það með fyrri ljóðabókum sem út komu eftir konu á Íslandi.