Ofurefli er fyrsta Reykjavíkursagan, örlagasaga frá fyrstu árum 20. aldarinnar.
Aldís Baldvinsdóttir les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Löngum hefur verið talað um Pilt og stúlku eftir Jón Thoroddsen sem fyrstu íslensku nútímaskáldsöguna. Sagan hefur lengi lifað með þjóðinni og mun eflaust lifa lengi enn.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Það hefur stundum verið sagt að Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundurinn. Sagan Randíður í Hvassafelli eftir hann er gott dæmi um það þó hún sé kannski ólík þeim sakamálasögum sem við lesum í dag.
Skáldsagan Sálin vaknar, frá árinu 1916, er samtímaskáldsaga og gerist í Reykjavík. Í sögunni segir frá ritstjóranum Eggerti Sölvasyni og hvernig hann nýtir sér óhugnanlegt morðmál sér til framdráttar, en snýr svo við blaðinu þegar hann verður fyrir dulrænni reynslu.
Sambýli var næsta skáldsaga Einars á eftir Sálin vaknar. Kom hún út árið 1918 og er einnig samtímasaga. Sögusviðið er Reykjavík stríðsáranna. Þar segir frá þeim Gunnbirni lækni og athafnamanninum Jósafat sem báðir girnast sömu ekkjuna.
Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum.
Sandkorn á sjávarströnd er ein af þessum traustu sögum eftir hinn oft vanmetna höfund Sigurð Róbertsson. Sagan er í þremur hlutum og kom áður út árið 1946 undir yfirheitinu Augu mannanna.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Það eru alltaf tíðindi þegar við bjóðum upp á nýja (gamla) sögu eftir Einar Hjörleifsson Kvaran, enda var hann einn áhugaverðasti og merkilegasti íslenski rithöfundur síns tíma.
Sigur eftir Guðrúnu Lárusdóttur (1880-1938) kom fyrst út árið 1917.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Jómfrú Ragnheiður er fyrsta bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban. Hér er átakanleg saga þeirra Daða og Ragnheiðar biskupsdóttur sögð á listilegan hátt. Sagan, sem er í fjórum bindum, er vissulega eitt af hinum stóru skáldverkum þjóðarinnar.
Mala domestica er annað bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban. Hér er átakanleg saga þeirra Daða og Ragnheiðar biskupsdóttur sögð á listilegan hátt. Sagan, sem er í fjórum bindum, er vissulega eitt af hinum stóru skáldverkum þjóðarinnar.
Hans herradómur er þriðja bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Quod felix er fjórða og síðasta bindi hinnar stórbrotnu skáldsögu Skálholt eftir Guðmund Kamban.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Skugginn af svartri flugu eftir Erlend Jónsson kom fyrst út árið 2002, en einungis í litlu upplagi og seldist fljótt upp. Sagan er bæði skemmtileg og spennandi, og auk þess endurspeglar hún íslenskan veruleika á áhugaverðan hátt og fellur t.a.m.