Hægt er að halda því fram að séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili hafi verið fyrsti sakamálasagnahöfundur okkar Íslendinga, en hann skrifaði nokkrar slíkar sögur á síðari hluta 19. aldar.
Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) var ásamt Torfhildi Hólm fyrstur Íslendinga til að rita sögulegar skáldsögur, ef frá eru taldar Íslendingasögurnar.
Sagan Krossinn helgi í Kaldaðarnesi eftir Jón Trausta er saga frá tímum siðaskiptanna. Hún kom fyrst út árið 1916.
Gestur Pálsson var einn af Verðandi-mönnum en þeir boðuðu raunsæið með tímariti sínu fyrstir allra á Íslandi. Sögur Gests hafa löngum þótt bera af öðrum samtímasögum og er Kærleiksheimilið af mörgum talin vera hans besta saga.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Leysing var næsta bók Jóns Trausta sem kom út á eftir Höllu. Átti hún töluverðan þátt í því að afla honum þeirra vinsælda sem hann naut á sínum tíma, enda skemmtileg og hrífandi saga.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Skáldsagan Líf og blóð eftir Theódór Friðriksson (1876-1948) kom út árið 1928. Sagan er samtímasaga sem segir frá örlögum alþýðufólks í litlu þorpi úti á landi, en slíka staði og slíkt fólk þekkti Theódór vel af eigin raun.
Sagan Litli Hvammur eftir Einar Kvaran birtist fyrst í Ísafold árið 1898. Mun Einar sennilega hafa skrifað hana á Korsíku. Þangað fór hann í boði Björns Jónssonar ritstjóra til að ná heilsu eftir að hafa fengið berkla í Vesturheimi.
Stefán Jónsson rithöfundur og fréttamaður var landþekktur fyrir skrif sín.
Skáldsagan Mannamunur eftir Jón Mýrdal kom fyrst út árið 1872 og hefur lifað með þjóðinni síðan þá. Þrátt fyrir að vera barn síns tíma býr hún yfir ákveðnum tærleika sem gerir það að verkum að ólíkar kynslóðir finna sig í henni. Höfundurinn Jón Mýrdal fæddist árið 1825 og lést árið 189
Skáldsagan Maríumessa eftir Ragnar Arnalds kom út árið 2004. Er þetta frábær saga sem byggð er á sönnum atburðum og segir sögu Þórdísar í Sólheimum sem verður fyrir dularfullri reynslu sem á eftir að hafa miklar afleiðingar.
Sagan Maður og kona eftir Jón Thoroddsen kom fyrst út árið 1876, átta árum eftir lát Jóns og tuttugu og sex árum eftir útkomu fyrstu íslensku skáldsögunnar, Pilts og stúlku.
Skáldsagan Meðan húsið svaf eftir Guðmund Kamban kom fyrst út á dönsku árið 1925 undir nafninu Det Sovende hus. Mun sagan upphaflega hafa verið hugsuð sem kvikmyndahandrit og var kvikmynduð í leikstjórn hans sjálfs árið 1926.
Nafn Kristmanns Guðmundssonar (1901-1983) var ,,á hvers manns vörum'' í Noregi í kringum 1930 þar sem fyrstu skáldsögur hans birtust. Þær voru þýddar á yfir þrjátíu tungumál á 4. áratug síðustu aldar og víða gefnar út aftur og aftur. En á Íslandi mætti höfundurinn snemma miklum andbyr.
Þessi stutta skáldsaga eftir Einar er frá árinu 1923 en þá var hann á kafi í dulrænum málefnum. Sagan segir frá prestinum Ingólfi sem tekur við nýju brauði í afskekktri sveit. Skömmu síðar deyr sonur eins merkisbóndans í sveitinni.
Skáldsagan Náttfari var síðasta sagan sem Theódór skrifaði og kom hún út tólf árum eftir að hann lést. Sá vinur Theódórs, Arnór Sigurjónsson, um útgáfuna.
Ofurefli er fyrsta Reykjavíkursagan, örlagasaga frá fyrstu árum 20. aldarinnar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.