Leikritið Lénharður fógeti eftir Einar Hjörleifsson Kvaran var fyrsta leikverk Einars og frumsýnt af Leikfélagi Reykjavíkur árið 1913. Umgjörð þess eru sannir atburðir sem áttu sér stað árið 1502. Varð leikritið strax nokkuð vinsælt enda ágætlega skrifað og spennandi.
Í bókinni List og lífsskoðun (1. bindi) er hlustanda veitt innsýn í skáldagáfu og sköpunarkraft Sigurðar Nordal á yngri árum og fram á fimmtugsaldur. Ævi og störf Sigurðar hafa einna helst tengst fræðimennsku á sviði íslenskrar og norrænnar bókmenntasögu.
Pétur Gautur er leikrit í fimm þáttum eftir norska leikskáldið Henrik Ibsen. Það var fyrst sýnt árið 1874 með tónlist sem Edvard Grieg samdi við verkið.
Einar Benediktsson þýddi.
Hallgrímur Helgi Helgason les.
Hér er hið þekkta ævintýri um stúlkuna Rauðhettu skemmtilega leikið af Jakobi Ómarssyni, Margréti Ingólfsdóttur og Valý Þórsteinsdóttur.
Malaradóttir ein þarf að spinna gull úr heyi ef hún vill halda lífinu, en það kann hún að sjálfsögðu ekki. Til allrar hamingju kemur skrýtinn karl með ennþá skrýtnara nafn henni til hjálpar.