Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar eru fjölmargar sögur af tröllum og teljast þar til goðfræðisagna. Þeirra á meðal eru þjóðsögur sem flestallir Íslendingar þekkja. Þar má nefna sögur af skessum eins og Gilitrutt, Jóru í Jórukleif og Grýlu, og söguna af því hvernig Drangey varð til.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Útilegumannasögur eru flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Hér má meðal annars finna sögur eins og Sigríður Eyjafjarðarsól, Fjalla-Eyvindur og fjölmargar fleiri.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Þessi skemmtilega íslenska þjóðsaga segir frá bræðrum nokkrum sem bera nöfn með rentu.
Gunnar Hansson les.
Viðburðasögur eru flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Hér má meðal annars finna sögur af biskupum, klaustrum og fornmönnum, ræningjasögur, morðsögur, afreksmannasögur og fleiri.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Tvær kerlingar mætast á ferðalagi og segja hvor annarri tíðindi. Önnur segir hinni frá fjarskalega fágætum fiski, en man ómögulega hvað hann heitir.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Ævintýri eru flokkur þjóðsagna í safni Jóns Árnasonar. Hér má meðal annars finna sögur eins og Sagan af Hlini kóngssyni, Sagan af Kolrössu krókríðandi, Velvakandi og bræður hans og fjölmargar fleiri.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Bókin Þjóðsögur og sagnir kom út hjá Almenna bókafélaginu árið 1962.
Þjóðsögur eru hinir ,,villtu ávextir'' hverrar þjóðar; í þeim býr rammur safi og dýrmæt andleg næring. Sögurnar í þessu safni eru valdar með unglinga í huga. Nota má efni sagnanna til að skapa umræður um atriði sem snerta líf hvers manns og brennandi málefni í samtíma.
Í þjóðsögum má finna hjartslátt hverrar þjóðar. Þær eru kjörinn vettvangur til að fræðast um líf og umhverfi forfeðranna. En jafnframt eru þær alþjóðlegar vegna þess að þær snerta málefni sem standa manninum nærri á öllum tímum og stöðum.
Sálfræðingar, félagsfræðingar og femínistar hafa bent á að í þjóðsögum og ævintýrum leynist margt milli línanna. Sögurnar í þessu safni gefa einmitt tilefni til umræðna um ýmislegt sem leitar á huga ungs fólks á hverjum tíma.