Mónakó er smásaga um samnefnt furstadæmi eftir ókunnan höfund. Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Morgundögg er smásaga eftir danska rithöfundinn og nóbelsverðlaunahafann Henrik Pontoppidan (1857-1943). Kristján Albertsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Morðið í Marshhole er spennandi smásaga eftir enska höfundinn Arthur Henry Sarsfield Ward sem venjulega skrifaði undir höfundarnafninu Sax Rohmer. Var hann helst kunnur fyrir bækur sínar um hinn öfluga glæpamann Dr. Fu Manchu.
Murusóleyin er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Mýrarkotsstelpan er smásaga eða nóvella eftir sænska Nóbelsskáldið Selmu Lagerlöf. Kom hún fyrst út árið 1908 í sagnasafninu En saga om en saga och andra sagor. Á íslensku kom hún fyrst út í blaðinu Ísafold árið 1912 í þýðingu Björns Jónssonar ritstjóra og ráðherra.
Hin duttlungafulla hersisfrú Aldona Najevska er vön því að allir í kringum hana hlýði hverri hennar skipun og þjóni henni sem drottningu. En kvöld eitt verður stór breyting á högum hennar.
Jón Sveinsson les.
Smásagan Nýja staðleysa eftir enska rithöfundinn Jerome K. Jerome (1859–1927) heitir á frummálinu The New Utopia.
Næturgalinn er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Næturhraðlestin er skemmtileg smásaga sem segir frá Anton Börner, forstöðumanni verslunarhússins A. Börner og sonur. Þegar við kynnumst honum er hann staddur einn í hraðlest með mikið af peningum og er með einhverja ónotatilfinningu í maganum.
Ókindin í eyranu á honum Frigga í Fagradal er smásaga eftir franska rithöfundinn Guy de Maupassant. Davíð Scheving Thorsteinsson þýddi.
Óli lokbrá er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Sagan Ólík heimili er stutt dæmisaga eftir sænska blaðamanninn, rithöfundinn og sósíalistann August (Theodor) Blanche sem uppi var frá 1811-1868. Er sagan skemmtilega uppbyggð, en hún segir frá tveimur kaupmönnum í erfiðu árferði og þeim viðtökum sem hvor um sig fær á sínu heimili.
Smásagan Öll fimm er hjartnæm og falleg saga sem fengin er úr tímaritinu Ísafold frá árinu 1916. Sagan segir frá lækni og konu hans í litlum bæ. Ekkja ein með fimm börn verður veik og deyr frá þeim og þá er að sjá hvað verður um börnin.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Orrustan við mylluna: Saga frá þýsk-franska stríðinu 1871 er smásaga eftir franska rithöfundinn, leikskáldið og blaðamanninn Émile Zola (1840-1902). Sagan heitir á frummálinu L'Attaque du moulin og kom fyrst út árið 1877. Þorsteinn Gíslason þýddi.