Hinrik, Cecil og Sara er stutt ensk ástarsaga eftir M. Goldschmidt sem birtist í tímaritinu Iðunni í lok nítjándu aldar.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Hjón og einn maður til er smásaga eftir Rudyard Kipling. Þorsteinn Gíslason þýddi.
Björn Björnsson les.
Sagan Höfrungshlaup eftir hinn stórsnjalla og skemmtilega höfund Jules Verne, sem meðal annars skrifaði söguna Umhverfis jörðina á 80 dögum, var ein af fyrstu sögunum eftir þennan stórmerka höfund til að vera þýdd á íslensku.
Höfðingjarnir í Nayanjore er smásaga eftir bengalska Nóbelsverðlaunahafann Rabindranath Tagore.
Sigurður Gunnarsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Hugvitsamlegt bjargráð er ensk saga eftir ókunnan höfund. Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Smásagan Hún dó í skóginum eftir Sherwood Anderson lýsir því hvernig hugurinn geymir minningar, minningabrot, staðreyndir og ímyndanir, og úr þessum brotum verður til áhugaverð, heilsteypt frásögn hjá góðum sögumanni.
Í bláa herberginu er óvenjuleg smásaga sem birtist í Þjóðviljanum skömmu eftir aldamótin 1900. Er hún eftir írsku skáldkonuna Katherine Tynan (1859-1931) sem á sínum tíma var kunn fyrir skáldsögur sínar og ljóð.
Í dótturleit er smásaga eftir norska rithöfundinn Olav Duun (1876-1939). Freysteinn Gunnarsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Í eyðimörkinni er smásaga eftir danska Nóbelsverðlaunahafann Johannes V. Jensen.
Björn Björnsson les.
Í kastala hersisins eftir E.M. Vacano er áhugaverð smásaga frá Kákasusfjöllum.
Jón Sveinsson les.
Í Lánssýslu og Skuldahéraði er smásaga eftir norska rithöfundinn, ljóðskáldið og leikskáldið Jonas Lie (1833-1908).
Hér segir frá bæ nokkrum sem hefur auðgast mjög á fiskveiðum. En hvað taka íbúarnir til bragðs þegar fiskurinn hverfur?
Sigurður Gunnarsson þýddi.
Sagan Járnbrautin og kirkjugarðurinn eftir Björnstjerne Björnson er fyrsta sagan sem birtist í tímaritinu Ísafold. Hún var prentuð neðanmáls á árunum 1874 og 1875. Er þetta vel skrifuð og skemmtileg saga sem fjallar öðrum þræði um vináttuna og metnað okkar mannanna.
Járnsmiðurinn í Mrakotin er smásaga eftir ókunnan höfund sem birtist í tímaritinu Ísafold árið 1916. Er þetta skemmtileg saga á rómantískum nótum sem gerist á 17. öld á þeim tíma þegar Gústav Vasa Svíakonungur sigraði her Þjóðverja við Breitenfeld nærri Leipzig árið 1631.
Karl glaðværi er smásaga eftir austurríska rithöfundinn og skáldið Peter Rosegger (1843-1918). Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Kennarinn og nemandinn er saga eftir ókunnan höfund um óvenjulega kennslustund hjá ströngum tónlistarkennara.
Sigurður Arent Jónsson les.