Friðrik Vilhjálmur I. Prússakonungur er smásaga eftir franska rithöfundinn og gagnrýnandann Paul de Saint-Victor (1827-1881). Björn Jónsson þýddi.
Sigurður Arent Jónsson les.
Rudyard Kipling (1865-1936) var breskur rithöfundur og skáld sem naut mikilla vinsælda á síðari hluta 19. aldar og fram á 20. öld. Kunnastur er hann þó fyrir smásögur sínar um skógardrenginn Móglí í bókinni Jungle Book (1894) og bókina Kim (1901).
Fyrsta greifafrúin í Wessex er smásaga eftir enska rithöfundinn og skáldið Thomas Hardy (1840-1928). Einar H. Kvaran þýddi.
Björn Björnsson les.
Alphonse Daudet (1840-1897) var franskur rithöfundur sem samdi jöfnum höndum smásögur, skáldsögur, leikverk og ljóð. Þykja smásögur hans afar góðar og vilja margir meina að hann sé einn af fremstu smásagnahöfundum allra tíma. Sagan Gamalmennin er gott dæmi um snilli Daudets.
Smásagan Gestur í Rifi er afar áhugaverð smásaga sem Jón Jónsson frá Sleðbrjót þýddi úr dönsku smásagnasafni sem gefið var út í Minneapolis árið 1906.
Sagan Giftusamleg leikslok er saga eftir ókunnan höfund. Í tímaritinu Ísafold þar sem hún birtist árið 1916 er undirtitillinn einfaldlega „amerísk saga“.
Sagan Gimsteinaþjófnaðurinn er spennandi sakamálasaga með nokkuð óvæntum uppákomum eins og allar slíkar sögur eiga að hafa. Sex smarögðum er rænt frá Drake Harvey úr læstri skúffu í gistihúsinu þar sem hann býr.
Sagan Gjaldkerinn (The Teller) kom fyrst út árið 1901.
Edward Noyes Westcott (1846-1898) var bandarískur bankamaður og rithöfundur.
Kristján R. Kristjánsson les.
Smásagan Goðadrykkurinn (A Hyperborean Brew) eftir bandaríska rithöfundinn Jack London kom fyrst út árið 1901. Hér segir frá manni sem ætlar sér að vinna sig upp í áliti hjá frumbyggjum í Alaska með því að brugga áfengan drykk.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Guy de Maupassant (1850-1893) var franskur höfundur sem naut mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar á síðari hluta 19. aldar. Einbeitti hann sér einkum að smásagnaforminu og hefur ásamt nokkrum öðrum verið talinn hafa rutt brautina fyrir nútíma smásögunni.
Selma Lagerlöf (1858-1940) var sænskur rithöfundur, sem fyrst kvenna hlaut hin virtu bókmenntaverðlaun Nóbels (1909).
Grenitréð er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Græna flugan er smásaga eftir Kálmán Mikszáth. Hér segir frá gömlum, ríkum bónda sem liggur veikur eftir flugnabit. Unga konan hans kallar til lækni og þá kemur ýmislegt upp á yfirborðið.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Sagan Gull-ey er spennandi og rómantísk örlagasaga þó stutt sé. Hún hefst á því að ungri hefðarstúlku, Adèle Valincourt, er rænt úr lest af stórum og ófrýnilegum manni. Enginn veit hver þessi maður er eða hvað honum gengur til.