Brellni drengurinn er smásaga eftir danska snillinginn H. C. Andersen. Hér segir frá hnokkanum Amor sem getur valdið usla í lífi fólks.
Ingibjörg Sól Ingólfsdóttir les.
Þessa sögu fengum við úr Sögusafni Ísafoldar 1893 og þrátt fyrir að þýðingin sé komin til ára sinna þá er hún bæði vel unnin og nútímaleg og ætti því ekki að trufla neinn. Sagan byggir á raunverulegum atburðum úr byltingasögu Ungverja gegn Austurríska heimsveldinu.
Sagan Búktalarinn er þýdd saga eftir ókunnan höfund. Hún birtist í tímaritinu Austra árið 1884. Á þeim tímum þótti ekki alltaf tiltökumál að geta um þýðendur og jafnvel höfunda slíkra sagna.
Þessa skemmtilegu smásögu skrifaði Victor Hugo árið 1834.
Dómarinn með hljóðpípuna er stórskemmtileg saga eftir rithöfundinn Leopold Ritter von Sacher-Masoch (1836–1895) sem birtist í tímaritinu Ísafold í upphafi 20. aldar.
Émile Gaboriau (1832-1873) var franskur rithöfundur og blaðamaður. Sérstaklega þótti honum takast vel upp í smásögum sínum.
Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga um snillinginn og uppfinningamanninn Thomas Alva Edison (1847-1931) þann sem fann upp og/eða þróaði ljósaperuna, hljómplötuna, diktafóninn og fleira.
Sagan Eftir glæpinn eftir Constant Guéroult er áhugaverð saga frá 19. öld sem birtist fyrst á íslensku í Fjallkonunni. Sagan segir frá flótta manns sem hefur framið morð frá laganna vörðum.
Valý Þórsteinsdóttir les.
Þó sagan Einu sinni sé ekki með þekktari sögum Lawrence, hafa margir talið hana með hans betri sögum. Hér er á ferðinni útgáfa sem birtist í tímaritinu Úrvali, en þýðandi er ókunnur.
H.C. Andersen er heimsþekktur fyrir ævintýri sín og Eldfærin er eitt af þeim allra bestu. Hér segir frá dáta nokkrum sem kemst yfir sérkennileg eldfæri og með þeim getur hann kallað sér til aðstoðar þrjá stóreygða hunda sem hafa ráð undir rifi hverju.
Lesari er Dóra G. Wild.
Elskendur er smásaga eftir írska rithöfundinn Liam O'Flaherty (1896-1984). Bogi Ólafsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Spæjarann Sherlock Holmes þekkja flestir. Í þessari bók býður hann okkur upp á frábærar smásögur um þennan ofurspæjara.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Engillinn er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.