Á götunni: dagbókarblað er smásaga eftir norska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Knut Hamsun (1859-1952).
Jón Sigurðsson þýddi.
Björn Björnsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Sherlock Holmes þarf vart að kynna fyrir hlustendum.
Hér er safn smásagna um þennan þekktasta spæjara bókmenntanna og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle (1859-1930).
Áhugaverð saga um virðulegan lögfræðing sem hefur verið undir miklu álagi en verður þá allt í einu fyrir því að hann missir minnið og vitneskjuna um hver hann er. Til að ráða fram úr því ákveður hann að taka sér nafn úr auglýsingu. Og síðan leiðir eitt af öðru.
Ást í siglingu er skemmtileg smásaga, leiftrandi af kímni, eftir enska rithöfundinn William Wymark Jacobs (1863-1943).
Björn Björnsson les.
Sagan gerist í Frakklandi á þeim tíma þegar Napóleon Bonaparte réði þar ríkjum (1799-1815). Hér segir frá liðsforingjanum Marcellot, Garosse ofursta, konu hans Veroniku og dóttur þeirra Virginíu. Þá birtist sjálfur Napóleon okkur í húsflugumynd.
Augasteinninn gamla mannsins er forvitnileg sakamálasaga eftir ókunnan höfund.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Smásagan Baróninn frá Finnlandi birtist fyrst á íslensku í tímaritinu Ísafold árið 1893. Er þetta skemmileg saga eftir sænska rithöfundinn August Blanche (1811-1868) sem jafnframt var mikilsvirtur blaðamaður og stjórnmálamaður.
Bastskórnir er smásaga eftir Ivan Bunin í þýðingu Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi. Hún birtist fyrst í íslenskri þýðingu í bókinni Sögur frá ýmsum löndum.
Ivan Bunin (1870-1953) var fyrstur rússneskra rithöfunda til að hljóta bókmenntaverðlaun Nóbels.
Blaðsíða 189 er smásaga eftir Stacy Aumonier.
Einar H. Kvaran þýddi.
Björn Björnsson les.
Blindi maðurinn er falleg og hjartnæm saga sem segir frá fiðluleikara sem verður fyrir því að missa sjónina. Góð saga um mannlegan breyskleika og mannlega gæsku.
Smásagan Boitelle eftir Guy de Maupassant kom fyrst út árið 1889. Ungur franskur hermaður verður ástfanginn af hörundsdökkri stúlku, en treglega gengur að fá samþykki foreldra hans fyrir ráðahagnum.
Björn Björnsson les.
Bónorð Jóns er smásaga sem fengin er úr tímaritinu Ísafold í kringum aldamótin 1900. Sagan segir frá ástföngnum manni sem kemur til vinar síns í angist vegna þess að hann þorir ekki að biðja stúlkunnar.
Smásagan Börn og gamalmenni kom fyrst út árið 1917.
Ivan Cankar (1876-1918) er af mörgum talinn fremsti rithöfundur Slóvena.
Björn Björnsson les.
Ingólfur B. Kristjánsson les.