Skáldsagan Sendiboði keisarans eða Síberíuförin eftir Jules Verne heitir á frummálinu Michel Strogoff. Söguhetjan er send í leiðangur frá Moskvu til Síberíu, til að koma skilaboðum til bróður keisarans.
Sigurður Arent Jónsson les.
Skáldsagan Sigrún á Sunnuhvoli eftir Björnstjerne Björnson er rómantísk sveitasaga frá 19. öld. Í aðalhlutverkum eru Sigrún sem býr á Sunnuhvoli og nágranni hennar Þorbjörn í Grenihlíð. Þau fella hugi saman í óþökk foreldra hennar enda fór ekki gott orð af Þorbirni framan af.
Sagan Sigur lífsins er áhugaverð skáldsaga þýdd úr dönsku. Hér segir frá hjúkrunarkonunni Dórete, lífi hennar og ástum í Kaupmannahöfn þess tíma. Er þetta rómantísk saga, vel skrifuð og skemmtileg.
Sagan Síðasti móhíkaninn (The Last of the Mohicans) eftir James Fenimore Cooper er önnur bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.
Sagan Sjóræninginn (The Pirate) birtist fyrst í íslenskri þýðingu sem framhaldssaga í Nýjum kvöldvökum árið 1907. Kallaðist hún þá Víkingurinn. Þessi útgáfa byggir á þeirri útgáfu, en málfarið hefur verið lagað á stöku stað sbr. heiti sögunnar.
Sagan Skinnfeldur (The Pioneers) eftir James Fenimore Cooper er fjórða skáldsagan af fimm sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.
Skytturnar þrjár er söguleg skáldsaga eftir Alexandre Dumas. Hún var fyrst gefin út sem framhaldssaga í dagblaðinu Le Siècle frá mars til júlí árið 1844.
Í þessu öðru bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas fylgjumst við áfram með þeim félögum d'Artagnan, Athos, Portos og Aramis þar sem þeir reyna að verja heiður drottningarinnar Önnu af Austurríki, eiginkonu Lúðvíks þrettánda Frakkakonungs, en Richelieu kardínáli og leppar hans h
Í þessu þriðja bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas kynnumst við betur flagðinu Mylady sem gerir allt sem í hennar valdi stendur til að bregða fæti fyrir d'Artagnan og félaga hans.
Í þessu fjórða bindi af Skyttunum þremur eftir Alexandre Dumas hefur ókindin Mylady verið fangelsuð en neytir allra ráða til að losna úr prísund sinni til að geta hefnt sín á d'Artagnan. Nú er bara að sjá hvernig fer, en óhætt er að lofa spennandi frásögn og dramatískum endi.
Sagan Sléttubúar (The Prairie) eftir James Fenimore Cooper er síðasta bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum. Sagan kom út árið 1827.
Skáldsagan Smaragða - Saga frá Miklagarði eftir August Niemann kom fyrst út í Stuttgart árið 1897. Við upphaf sögunnar er Hugh de Lucy, ungur maður af hertogaættum, af leggja af stað til Miklagarðs (Konstantínópel) þar sem hann á að taka við starfi aðstoðarmanns sendiherra Englands.
Hringurinn konungnautur er fyrsta sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki, Sögum herlæknisins, eftir finnska skáldið Zacharias Topelius. Sögurnar eru hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar.
Vor eyðimarkanna er tíunda sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar.
Borgarakóngurinn er ellefta sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar.