Hér er á ferðinni stórskemmtileg saga sem hefst á því að maður einn er á leið til Rússlands þegar fögur kona verður á vegi hans og biður um að fá að ferðast með honum sem eiginkona hans. Þannig geti hann hjálpað henni að komast yfir landamærin því vegabréfið hans gilti einnig fyrir hana.
Kynblendingurinn eftir Rex Beach (1877-1949) er rómantísk spennusaga sem var gríðarlega vinsæl á sínum tíma, en hún kom fyrst út árið 1908 undir nafninu The Barrier og var þriðja skáldsaga höfundarins.
Sagan fjallar um ungan málafærslumann, sem alist hefur upp hjá aðalsmanni nokkrum í Bretaníu í Frakklandi, en fær enga vitneskju um föður eða móður.
Sagan fjallar um ungan málafærslumann, sem alist hefur upp hjá aðalsmanni nokkrum í Bretaníu í Frakklandi, en fær enga vitneskju um föður eða móður.
Sagan fjallar um ungan málafærslumann, sem alist hefur upp hjá aðalsmanni nokkrum í Bretaníu í Frakklandi, en fær enga vitneskju um föður eða móður.
Leyndarmál hertogans er saga um ástir og örlög eftir enska rithöfundinn Charlotte M. Brame.
Hinn ungi hertogi af Castlemay er beittur miklum þrýstingi af móður sinni um að kvænast, en í fortíð hans býr leyndarmál sem kemur í veg fyrir að hún fái sínu framgengt.
Leyndarmál kastalans er dularfull og spennandi saga eftir Arthur Conan Doyle, höfund sagnanna um spæjarann snjalla, Sherlock Holmes. Sagan heitir Rodney Stone á frummálinu.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Ævintýrið um Lísu í Undralandi eftir Lewis Carroll kom fyrst út í Bretlandi árið 1865. Síðan þá hefur sagan margoft verið endurútgefin víðsvegar um heiminn enda stendur þetta sígilda ævintýri enn fyrir sínu þrátt fyrir að vera orðið meira en 150 ára gamalt.
Sagan Litli flakkarinn er eftir franska rithöfundinn Hector Malot (1830-1907) og kom fyrst út árið 1878.
Skáldsagan Ljósið sem hvarf (The Light That Failed) eftir Nóbelskáldið Rudyard Kipling (1865-1936) kom fyrst út í Mánaðarriti Lippincotts árið 1891. Sagan gerist að mestu í Lundúnum en færir sig stöku sinnum til Súdan og Port Said.
Skáldsagan Ljósvörðurinn eftir Maria Susanna Cummins heitir á frummálinu The Lamplighter. Sagan kom fyrst út árið 1854 og varð strax gríðarlega vinsæl. Hér segir frá uppvexti munaðarlausu stúlkunnar Gertrude sem elst upp hjá ljósverðinum Trueman Flint.
Lynch Towers eigandinn birtist fyrst á íslensku sem framhaldssaga í Þjóðviljanum á árunum 1912-1913. Á ensku kom hún fyrst út árið 1910 undir nafninu The Master of Lynch Towers.
Árið 1901 gaf Valdimar Ásmundsson ritstjóri út þýðingu sína á skáldsögunni Drakúla eftir Bram Stoker og kallaði hana Makt myrkranna. Útgáfan hafði að geyma upprunalegan formála Stokers sjálfs.
Maxim Gorki eða Alexei Maximovich Peshkov (1868-1936) var rússneskur rithöfundur sem talinn er einn af upphafsmönnum þjóðfélagslegs raunsæis í bókmenntum. Var hann mikill umbótasinni og trúði á sósíalismann sem leið út úr þeim ógöngum sem rússneska þjóðin var komin í fyrir byltingu.
Sagan Mannlausa húsið gerist í Norður-Ameríku um aldamótin 1900. Hér segir frá leiksystkinunum Dick og Nancy sem óvænt fara að rannsaka mannlaust hús sem stendur á milli heimila þeirra.