Gull-Elsa er spennandi ástarsaga eftir E. Marlitt. Sögusviðið er skógarsvæði í Thüringen í Þýskalandi. Þangað flytur söguhetjan Elísabet ásamt fjölskyldu sinni, en föðurbróðir hennar er skógarvörður.
Gulleyjan eftir Robert Louis Stevenson hefur öðlast sess sem sígild ævintýrasaga um sjóræningja og falda fjársjóði, rituð á sama tíma og hvort tveggja mátti enn finna um heimsins höf. Sagan var fyrst gefin út árið 1882.
Hákarl í kjölfarinu er bráðskemmtileg og spennandi sakamálasaga eftir hinn fræga rithöfund Jonas Lie, sem hér skrifar undir dulnefninu Max Mauser. Sagan gerist á tímum spænsku borgarastyrjaldarinnar. Dularfull morð eru framin um borð í skipi á ferð milli Evrópu og Ameríku.
Skáldsagan Háttprúða stúlkan eftir Louisu May Alcott heitir á frummálinu An Old-Fashioned Girl. Hún birtist fyrst á prenti sem framhaldssaga í tímaritinu Merry's Museum Magazine árið 1869 og samanstóð þá af sex köflum, en Alcott bætti síðar við fleiri köflum.
Hefnd stýrimannsins er spennandi skáldsaga eftir hinn kunna danska rithöfund Carit Etlar. Margir þekkja eflaust sögurnar Sveinn skytta og Varðstjóri drottningarinnar sem einnig hafa komið út eftir hann á íslensku.
Helreiðin eftir Selmu Lagerlöf heitir á frummálinu Körkarlen. Kjartan Helgason þýddi. Sagan kom fyrst út á íslensku í Winnipeg árið 1924.
Hermannskona er spennandi saga um ástir og leyndarmál.
Herragarðssaga eftir sænska rithöfundinn og Nóbelsverðlaunahafann Selmu Lagerlöf kom fyrst út árið 1899. Sagan segir frá konu sem leggur allt í sölurnar til að frelsa manninn sem hún elskar frá því að missa vitið vegna skammar og sorgar sem hann upplifir.
Herragarðurinn og prestssetrið er dramatísk og spennandi saga eftir hina merku dönsku skáldkonu og listmálara Hedevig Winther (1844-1926). Hedevig þessi fæddist í Hróarskeldu og var faðir hennar prestur þar um kring.
Sagan Hjartarbani (The Deerslayer) eftir James Fenimore Cooper er fyrsta bókin í fimm rita sagnaflokki sem fjallar um veiðimanninn Natty Bumppo og besta vin hans indíánahöfðingjann Chingachgook sem ferðast um óbyggðir Ameríku og lifa á veiðum.
Hin heimilislega og notalega saga Hljóðskraf yfir arninum eftir Charles Dickens heitir á frummálinu The Cricket on the Hearth og kom fyrst út árið 1845.
Sagan Hólmgangan eftir Heinrich von Kleist (1777-1811) birtist í fyrsta árgangi tímaritsins Ný sumargjöf árið 1859 sem gefið var út í Kaupmannahöfn af Páli Sveinssyni.
Sagan Hringar Serkjakonungs er rómantísk ævintýrasaga af bestu gerð eftir einn fjöllesnasta rithöfund Þjóðverja á þeim tíma er hún kom út. Sagan kom fyrst út árið 1888 undir nafninu Flittergold.
Hringurinn helgi eftir Fergus Hume er spennusaga sem gerist á bresku óðalssetri. Hér fléttast saman svik, rómantík og magnþrungin örlög; ekkert er sem sýnist.
Lesari er Aldís Baldvinsdóttir.
Söguna af Hróa hetti og köppum hans þekkja flestir, enda höfðar hún til margra þátta í hugum okkar. Hugmyndin um útlagann sem rænir þá ríku til þess að gefa hinum fátæku og ræðst gegn ríkjandi óréttlæti á eigin forsendum eitthvað sem kemur við réttlætiskennd okkar allra.