Dalur óttans er fjórða og síðasta skáldsagan um hinn snjalla spæjara Sherlock Holmes og Watson félaga hans, eftir skoska rithöfundinn og lækninn Arthur Conan Doyle.
Hallgrímur Indriðason les.
Dularfulla eyjan er ævintýrasaga eftir franska rithöfundinn Jules Verne. Sagan kom fyrst út á frummálinu árið 1875. Hún var gefin út hjá Ingólfsprenti, en ekki var getið um útgáfuár eða þýðanda.
Dyrnar með lásunum sjö, eða The Door With Seven Locks eins og hún nefnist á frummálinu, er spennandi og skemmtileg sakamálasaga sem kom fyrst út árið 1926. Sagan varð gríðarlega vinsæl og var færð í kvikmyndabúning árið 1940 og aftur árið 1962.
Bréf frá Júlíu er áhugaverð bók sem sótt er nokkuð langt að, eða alla leið til andaheima. Byggir hún á ósjálfráðri skrift miðilsins Stead og er það stúlka að nafni Júlía sem skrifar í gegnum hann.
Eldraunin er spennandi saga um ástir og örlög. Sagan heitir á frummálinu Singleheart and Doubleface: A Matter-of-Fact Romance. Hún kom út í íslenskri þýðingu árið 1911.
Skáldsagan Erfinginn eftir William Edward Norris er áhrifarík spennu- og ástarsaga. Þar segir frá Friðriki Musgrave sem elst upp hjá ríkum frænda sínum og stendur til að erfa hann þegar hann deyr.
Skáldsagan Eugenia er hádramatísk ástar- og spennusaga af gamla skólanum sem erfitt er að leggja frá sér. Sagan segir frá Eugeniu, dóttur Windegs baróns, sem neyðist til að ganga í hjónaband með Artúri nokkrum Berkow, gjálífum syni námueiganda, vegna skuldar barónsins við föður Artúrs.
Münchhausen barón var uppi í Þýskalandi á 18. öld eftir því sem sagan segir og er löngu orðinn heimsfrægur fyrir afrekssögur þær sem honum eru eignaðar. Þorsteinn Erlingsson þýddi sögurnar.
Lesari er Ingólfur B. Kristjánsson.
Þessi klassíska saga hefur fyrir löngu síðan skipað sér sess sem eitt af merkari verkum bókmenntasögunnar. Ungi læknirinn Gúllíver ræður sig sem skipslækni á kaupfar sem siglir til Suðurhafa. Skipið ferst en Gúllíver rekur á land á eyju sem hann heldur í fyrstu að sé í eyði.
Skáldsagan Fórn Abrahams er sérlega áhugaverð saga sem tekur á málum sem eiga jafn vel við í dag og þau áttu þegar sagan var skrifuð. Kom sagan út árið 1901 og er sögusviðið hið svokallaða Búastríð sem stóð á milli Breta og Búa sem voru hollenskir innflytjendur í Suður-Afríku.
Skáldsagan Fórn Abrahams er sérlega áhugaverð saga sem tekur á málum sem eiga jafn vel við í dag og þau áttu þegar sagan var skrifuð. Kom sagan út árið 1901 og er sögusviðið hið svokallaða Búastríð sem stóð á milli Breta og Búa sem voru hollenskir innflytjendur í Suður-Afríku.
Gáturnar sjö er í raun safn af smásögum með sömu persónum og leikendum. Er um að ræða stuttar spennusögur þó svo að spennan sé aldrei mjög mikil.
Skáldsagan Glataði sonurinn (e. The Prodigal Son) eftir Hall Caine kom fyrst út árið 1904 og naut gríðarlegra vinsælda í mörgum löndum.
Flestir þekkja söguna um góða dátann Svejk og margir minnast þess eflaust þegar Gísli Halldórsson las söguna upp í útvarpi. Við bjóðum nú þessa stórkostlegu sögu í frábærum lestri Björns Björnssonar. Svejk er sígilt bókmenntaverk sem allar kynslóðir þurfa að þekkja.
Gull-Elsa er spennandi ástarsaga eftir E. Marlitt. Sögusviðið er skógarsvæði í Thüringen í Þýskalandi. Þangað flytur söguhetjan Elísabet ásamt fjölskyldu sinni, en föðurbróðir hennar er skógarvörður.