Á vængjum morgunroðans er skáldsaga eftir Louis Tracy. Hér segir frá ungri stúlku, Iris Dean, sem siglir um Suður-Kínahaf á farþegaskipi föður síns. Skipið ferst þegar það lendir í miklum fellibyl og kemst hún ein af ásamt skipsþjóninum Jenks.
Af öllu hjarta er stórskemmtileg rómantísk spennusaga eftir breska rithöfundinn Charles Garvice (1850-1920). Kom hún fyrst út árið 1901 og í íslenskri þýðingu árið 1930. Garvice naut gríðarlegrar hylli á sínum tíma og skrifaði yfir 150 skáldsögur.
Skáldsagan Alfred Dreyfus er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað í Frakklandi í kringum aldamótin 1900 og margir létu sig mikið varða. Hún kom fyrst út í Frakklandi árið 1905 og var þýdd yfir á íslensku það sama ár af þeim Hallgrími Jónssyni og Sigurði Jónssyni frá Álfhólum.
Skáldsagan Árni eftir Björnstjerne Björnsson er sveitasaga sem gerist í Noregi á seinni hluta nítjándu aldar þegar hafnar eru ferðir til Vesturheims. Hér segir fyrst frá foreldrum Árna og svo uppvaxtarárum hans fram á fullorðinsár.
Ástin sigrar er ástar- og örlagasaga eftir sænska rithöfundinn Marie Sophie Schwartz (1819-1894), en hún var einn vinsælasti skáldsagnahöfundur Svíþjóðar, og þó víðar væri leitað, seint á 19. öld.
Áttungurinn (The Octoroon) er öðrum þræði hádramatísk spennusaga og hins vegar lítt dulin ádeila á þrælahald, en þrælastríðið í Bandaríkjunum hófst sama ár og sagan kom út, árið 1861.
Austurför Kýrosar er frásögn af því þegar Kýros hinn yngri gerði tilraun til að hrifsa til sín völd bróður síns, Artaxerxesar annars, yfir Persaríki.
Hér er á ferðinni rómantísk spennusaga af gamla skólanum, en slíkar sögur nutu gríðarlegra vinsælda hér fyrr á árum. Í sögunni segir frá athafnamanninum Scarlett Trent sem er af lágum stigum en hefur risið til auðs og metorða er hann fann gullnámu í Afríku.
Aðalsmærin og járnsmiðurinn er ástar- og örlagasaga eftir Jeffery Farnol. Hér segir frá ungum aðalsmanni, Pétri, sem er munaðarlaus en alinn upp af frænda sínum. Hann fer á flakk sökum peningaleysis og gerist járnsmiður í litlu þorpi.
Baskerville-hundurinn eftir Arthur Conan Doyle er þriðja sakamálasaga höfundar um spæjarann Sherlock Holmes, og af mörgum talin sú besta.
Skáldsagan Ben Húr eftir Lewis Wallace er ein af þessum eftirminnilegu epísku sögum um stórbrotin örlög og háleita drauma.
Sagan Blóðhefnd (Vendetta) er eftir Archibald Clavering Gunter og þýdd af Birni Jónssyni ritstjóra Ísafoldar, en þar birtist hún fyrst á íslensku á árunum 1899-1900. Þetta er rómantísk spennusaga sem allir geta haft gaman að.
Valý Ágústa Þórsteinsdóttir les.
Sagan Bræðurnir eftir H. Rider Haggard (1856-1925) gerist á tímum krossferðanna og segir frá tveimur bræðrum og riddurum sem báðir elska sömu stúlkuna. Er þetta æsispennandi ævintýrasaga eins og flestar aðrar sögur Haggards en sú kunnasta er eflaust Námur Salómons konungs.
Sagan Bræðurnir eftir H. Rider Haggard (1856-1925) gerist á tímum krossferðanna og segir frá tveimur bræðrum og riddurum sem báðir elska sömu stúlkuna. Er þetta æsispennandi ævintýrasaga eins og flestar aðrar sögur Haggards en sú kunnasta er eflaust Námur Salómons konungs.
Þó svo að sagan The Canterville Ghost hafi fyrst kom út í bók árið 1891 í safninu Lord Arthur Savile's Crime and Other Stories, var hún samt fyrsta sagan eftir Wilde sem birtist á prenti. Það var í tímaritinu The Court and Society Review árið 1887.