Á bökkum Bolafljóts er ein af fyrri skáldsögum Guðmundar Daníelssonar, en hann lauk við að semja hana 28 ára gamall. Sagan kom fyrst út árið 1940 og var sú útgáfa þýdd á dönsku. Haustið 1955 endurskrifaði höfundur söguna og er það sú útgáfa sem hér birtist.
Á heimleið var fyrsta skáldsaga Guðrúnar Lárusdóttur (1880-1938) og kom fyrst út árið 1913.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
„Allt fyrir Krist“ er kristileg saga eftir Guðrúnu Lárusdóttur. Hér segir frá þremur systkinum og föður þeirra. Til árekstra kemur þegar einn sonurinn vill gerast trúboði í stað þess að fylgja boðum föður síns.
Anderson er saga í sjö köflum, nokkurs konar noveletta. Hún var fyrst gefin út árið 1913 í smásagnasafninu Frá ýmsum hliðum og vakti þá töluverða athygli. Fékk hún þann dóm frá einum gagnrýnanda að á henni sé ,,einkennilega mikið kast'', hvað sem það þýðir.
Sagan Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta, eða Guðmund Magnússon eins og hann hét réttu nafni, er söguleg skáldsaga og byggir eins og fleiri sögur Jóns Trausta á traustum heimildum í bland við munnmælasögur. Var hún hluti af sagnaflokki Jóns sem hann kallaði Góðir stofnar.
Sagan Arfleifð frumskógarins eftir Sigurð Róbertsson fjallar um nútímamanninn í umróti tuttugustu aldar og viðleitni hans til að halda í við framvindu tímans. Til þess þarf hann að tileinka sér gildismat velferðarþjóðfélagsins og afskrifa fortíðina.
Arfurinn: spennusaga um kjarkleysi og breyskleika eftir Borgar Jónsteinsson er fyrsta skáldsaga höfundar og kom fyrst út á bók árið 2014.
Ást og auður er stutt örlagasaga í 11 köflum, oft átakanleg. Segir þar frá stúlkunni Sigríði, bóndanum Gísla sem ann henni hugástum og kaupmanninum Þórarni sem giftist henni. Sagan minnir stundum á Kærleiksheimilið eftir Gest Pálsson.
Aðalsteinn: saga æskumanns var önnur íslenska nútímaskáldsagan á eftir Pilti og stúlku Jóns Thoroddsen og vakti þónokkra athygli þegar hún kom út. Sagan endurspeglar vel samtíð sína og er gott innlegg í bókmenntaumræðu 19. aldar.
Guðrún Birna Jakobsdóttir les.
Bergnuminn er mögnuð skáldsaga úr íslensku þjóðlífi sem tekur fyrir spilafíkn. Söguþráðurinn er æsilegur og heldur lesandanum föngnum, en ef skyggnst er undir yfirborðið tekst höfundurinn á við varnarleysi mannsins gagnvart sterkum öflum tilfinninganna, dulmögn, ást, von og trú.
Einar Már Guðmundsson er einn af helstu rithöfundum samtímans. Ásamt ljóðabókum hefur hann skrifað skáldsögur sem eru mörgum afar kærar.
Bjargræði eftir Hermann Stefánsson er skáldsaga þar sem Látra-Björg (1716–1784) er í aðalhlutverki, en hún var einhver stórbrotnasti karakter Íslandssögunnar, kraftaskáld á tímum þegar kvæði höfðu sannarlega áhrif á veruleikann og komu góðu eða illu til leiðar, sægarpur hinn mesti og fis
Bóndinn í Bráðagerði er einstaklega skemmtileg saga þar sem ólík sjónarmið takast á. Hér er á ferðinni ein af þessum týndu perlum íslenskrar bókmenntasögu.
Sagan Borgir eftir Jón Trausta segir frá séra Gísla Jónssyni, nýráðnum aðstoðarpresti í Grundarfirði. Honum lyndir ekki við yfirmann sinn, en er þó trúlofaður dóttur hans, og nú eru farnar að renna á hann tvær grímur um stöðu mála.
Sagan Brasilíufararnir naut geysilegra vinsælda er hún kom út.