Snæljós
Eysteinn Björnsson
Um söguna: 

Snæljós eftir Eystein Björnsson segir frá Gunnari sem finnur fyrir nálægð dauðans og fer í kjölfarið að rifja upp erfiða tíma úr fortíðinni. Honum verður hugsað til systur sinnar Bjöggu en þau voru mjög náin uns ákveðinn atburður stíaði þeim í sundur. Hvað var það sem gerðist? Hvað var svona hræðilegt að aldrei mætti á það minnast? Lesandinn kynnist þeim Gunnari og Beggu sem fulltíða fólki og fylgist spenntur með framvindu mála sem gerist í Reykjavík. Undir sléttu og felldu yfirborði hversdagsleikans leynist önnur veröld sem afhjúpast smátt og smátt með upplýsingum úr nútíð og fortíð. Öll framvinda sögunnar hnígur að einum ósi en það er fyrst undir lokin, þegar vofeiflegir atburðir atburðir hafa gerst, að lesandanum verður ljóst hvert stefnir. Sagan kom fyrst út árið 1996.

Höfundur les.

Íslenskar skáldsögur
Sækja hljóðbókina

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 04:00:02 219 MB

Cover Image: 
Minutes: 
240.00
Snæljós
Eysteinn Björnsson