Middlemarch

George Eliot

Um söguna: 
Middlemarch
George Eliot
Sögur á ensku

Skáldsagan Middlemarch, A Study of Provincial Life eftir George Eliot er á meðal þekktustu bókmenntaverka 19. aldarinnar. Höfundur fléttar saman sögum margra persóna og dregur upp raunsæja, en um leið kómíska, mynd af rótgrónu samfélagi sem sér fram á óvelkomnar breytingar.

Sagan gerist í Englandi á árunum 1829-32 og inniheldur ýmsar vísanir í sögulega atburði á þeim tíma, þar á meðal umbótalöggjöfina 1832, upphaf járnbrautarlesta og dauða Georgs IV. Einnig er snert á málefnum eins og stöðu kvenna, eðli hjónabandsins, trúmálum, hugsjónastefnu, hræsni, pólitískum umbótum, læknisfræði, menntun o.fl.

Margaret Espaillat les á ensku.

Sögur á ensku
Sækja hljóðbókina

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 34:43:18 1,86 GB

Minutes: 
2083.00
Middlemarch
George Eliot