Flóamanna saga
Íslendingasögur
Um söguna: 

Flóamanna saga er talin hafa verið rituð í kringum 1300. Hefur hún varðveist í tveimur útgáfum sem eru nokkuð frábugðnar hvor annarri. Við lesum hér styttri útgáfuna sem varðveist hefur í heild sinni en bætum við í viðauka þeim köflum úr lengri útgáfunni sem varðveist hafa. Sögusviðið er í kringum Gaulverjabæ á Suðurlandi en leikar berast til Noregs, Bretlands og allt til Grænlands. Segja má að sagan spanni fjórar kynslóðir en einkum er þetta þó saga Þorgils Örrabeinsstjúps sem er á margan hátt dæmigerð íslensk hetja. Margar kunnar persónur úr öðrum sögum koma fyrir í sögunni, s.s. Ingólfur Arnarson og fóstbróðir hans Leifur, Eiríkur rauði og Ásgrímur Elliða-Grímsson. Sagan er ágætlega uppbyggð og sérstaklega þykir frásögnin um dvölina á Grænlandi áhrifamikil og nokkuð raunsönn. Þetta er skylduhlustun fyrir alla unnendur Íslendingasagna.

Ingólfur B. Kristjánsson les.

Íslendingasögur o.fl.
Sækja hljóðbókina

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 03:13:28 177 MB

Cover Image: 
Minutes: 
193.00
Flóamanna saga
Íslendingasögur