The Chestermarke Instinct
J. S. Fletcher
Um söguna: 
The Chestermarke Instinct
J. S. Fletcher
Sögur á ensku

The Chestermarke Instinct er sakamálasaga eftir J. S. Fletcher. 

Bankastjórinn John Hornbury mætir ekki til vinnu morgun einn og enginn veit hvar hann er niður kominn. Ýmsar gersemar hafa einnig horfið og eigendur bankans gruna Hornbury um þjófnað. Þessu neitar frænka hans, hin unga og ákveðna Betty Fosdyke, að trúa og hefst handa við að leysa gátuna. Til liðs við sig fær hún bankastarfsmanninn Wallington Neale, rannsóknarlögreglumanninn Starmidge frá Scotland Yard ásamt fleirum. En þegar lík manns finnst í nágrenninu flækist málið. 

Joseph Smith Fletcher (1863-1935) var enskur rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði yfir 230 bækur um ýmiss konar efni og var einn afkastamesti höfundur Englands á sviði sakamálasagna.

Mary Ann Spiegel les á ensku.

Sögur á ensku
Sækja hljóðbókina

Smelltu hér til að sækja hljóðbókina fyrir iTunes eða önnur sæmbærileg öpp fyrir almennar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma.

Lengd : 07:13:49 397 MB

Minutes: 
434.00
The Chestermarke Instinct
J. S. Fletcher