Út í blámann er skáldsaga/barnasaga eftir Eystein Björnsson sem kom út árið 2002. Er þetta stórskemmtileg saga sem segir sögu lítillar maríuerlu sem ákveður að verða eftir á landinu bláa þegar hinar erlurnar fljúga til suðrænni landa að afliðnu sumri.
Guðmundur Arason, stundum kallaður hinn góði, var Hólabiskup frá 1203 til 1237. Fór snemma orð af honum fyrir að vera mikið góðmenni en hann var þó alla tíð mjög umdeildur.
Fríþenkjarinn er þrettánda sagan af fimmtán í hinum stórkostlega sagnabálki Sögum herlæknisins eftir finnska skáldið Zacharias Topelius, hér í þýðingu Matthíasar Jochumssonar.
Kennarinn og nemandinn er saga eftir ókunnan höfund um óvenjulega kennslustund hjá ströngum tónlistarkennara.
Sigurður Arent Jónsson les.
Maríusaga segir frá ævi Maríu meyjar. Sagt er frá uppvexti hennar og æviferli, bæði í klaustri sem ung stúlka og ekki síður sem móðir Jesú Krists. Íslenska þýðingin er talin byggð á handritum á latínu.
Anne of Green Gables eftir kanadíska rithöfundinn L. M. Montgomery er fyrsta skáldsagan í röðinni um ævintýri munaðarlausu stúlkunnar Anne Shirley. Matthew og Marilla Cuthbert höfðu óskað eftir að ættleiða hljóðlátan dreng til að aðstoða þau við búverkin.
Drottning rís upp frá dauðum er þriðja sögulega skáldsaga Ragnars Arnalds. Þar er skáldað inn í raunverulega atburði sem áttu sér stað seint á 13. öld og snerta Margréti dóttur Eiríks Noregskonungs.
Hafmeyjan litla er ævintýri eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen.
Jóhanna M. Thorlacius les.
Skáldsagan Ben Húr eftir Lewis Wallace er ein af þessum eftirminnilegu epísku sögum um stórbrotin örlög og háleita drauma.
Forvitna kóngsdóttirin er barnasaga eftir ókunnan höfund.
Sigurður Arent Jónsson les.
Skáldsagan Middlemarch, A Study of Provincial Life eftir George Eliot er á meðal þekktustu bókmenntaverka 19. aldarinnar. Höfundur fléttar saman sögum margra persóna og dregur upp raunsæja, en um leið kómíska, mynd af rótgrónu samfélagi sem sér fram á óvelkomnar breytingar.
Jón Ögmundsson var fyrsti Hólabiskupinn og þótti hinn merkilegasti maður. Hann var biskup frá 1106 til 1121. Höfundur sögunnar er Gunnlaugur Leifsson munkur á Þingeyrum (d. 1218 eða 1219).
Konrad Maurer (1823-1902) var þýskur réttarsagnfræðingur, þjóðfræðingur og norrænufræðingur sem ferðaðist um Ísland árið 1858. Á ferð sinni safnaði hann íslenskum þjóðsögum (sem gefnar voru út í Leipzig árið 1886), rannsakaði sögustaði og lagði sig almennt fram um að kynnast landi og þjóð.
Hinn heilagi Vincentius er gamansöm saga eftir ókunnan höfund. Hér segir frá presti nokkrum sem uppgötvar að dýrlingslíkneski þorpsins hefur legið undir skemmdum, svo hann tekur til sinna ráða.
Ingólfur B. Kristjánsson les.
Með grundvallarreglur Biblíunnar og visku Tólf sporanna að vopni við það að afhjúpa sjálfsblekkingu og afneitun verður bókin Tólf sporin – Andlegt ferðalag vegvísir okkar á leiðinni til varanlegra breytinga og lækningar.