,,Sigurlaug og Geirlaug hétu þær, og voru alsystur, en ekki vitund líkar." Þannig hefst saga Jóns Trausta um systurnar tvær og ólíkt hlutskipti þeirra í lífinu.
Sigurður Arent Jónsson les.
Torfhildur Hólm fæddist 2. febrúar árið 1845 á Kálfafellsstað í Skaftafellssýslu. Hún var stórmerkileg kona sem fór ótroðnar slóðir og ruddi brautina fyrir þá sem á eftir komu, og ekki bara kynsystur sínar.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Þegar Einar Kvaran var við nám í Kaupmannahöfn umgekkst hann mest vini sína úr Lærða skólanum og þá sem deildu með honum áhuga á bókmenntum. Má þar nefna Hannes Hafstein, Bertel E. Ó. Þorleifsson og Gest Pálsson. Allir höfðu þeir mikinn áhuga á bókmenntum og raunsæisstefnunni.
Uppreistin á Brekku er smásaga eftir Gest Pálsson.
Björn Björnsson les.
Guðmundur Friðjónsson (1869-1944) fæddist á Sílalæk í Aðaldal. Um þrítugsaldur hóf hann búskap á Sandi í Aðaldal og bjó þar síðan til dauðadags. Hann var að mestu sjálfmenntaður, alþýðuskáld sem margir vilja meina að hafi verið með betri skáldum síns samtíma.
Utan frá sjó er fyrsta smásagnasafn Theódórs Friðrikssonar og var gefið út af Oddi Björnssyni árið 1908. Þeir sem þekkja til ævi Theódórs gera sér grein fyrir því hversu mikið þrekvirki það var fyrir þennan erfiðisvinnumann með stóra fjölskyldu og óblíð kjör að ná að gerast rithöfundur.
Útför séra Sigurðar er gamansaga eftir Jónas Jónasson frá Hrafnagili.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Fyrsta skáldsaga Gyrðis Eíassonar, Gangandi íkorni, kom út árið 1987. Síðan þá hafa jöfnum höndum komið út eftir hann sögur og ljóð. Gyrðir er sérstaklega vandvirkur stílisti og hefur meðal annars hlotið verðlaun úr sjóði Þórbergs Þórðarsonar.
Eins og með mörg kunn skáld úr fortíðinni, hafa verk Einars Benediktssonar einhvern veginn dottið á milli kynslóða og fæstir þekkja nokkuð til verka hans. Þó hefur nafn hans ítrekað borið á góma, en öll umfjöllun tengd manninum hefur einkum snúist um manninn sjálfan og líf hans.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson. Smásöguna Vetrarblótið á Gaulum skrifaði hann u.þ.b. 1892.
Jón Sveinsson les.
Vetrarregn eftir Indriða G. Þorsteinsson er látlaus saga sem býr yfir miklum töfrum og þungri undiröldu. Þó svo að sagan eigi að gerast um miðja 20. öld á hún jafnvel við í dag. Frábær saga eftir meistara smásögunnar.
Guðmundur Ingi Kristjánsson les.
Jónas bóndi og kona hans hafa með dugnaði náð að byggja upp bú sitt sem nú stendur vel. En skjótt skipast veður í lofti.
Kristján Róbert Kristjánsson les.
Þorgils gjallandi hét réttu nafni Jón Stefánsson.
Smásöguna Við sólhvörf skrifaði hann árið 1894.
Jón Sveinsson les.
Sagan Vonir hefur lengi verið talin ein af bestu sögum Einars.